Börn og unglingarFjölskyldanHeimilið

Pössum heyrnina

Eflaust hafa margir fengið iPod, Zune eða MP3 spilara í jólagjöf. Þetta eru skemmtileg tæki og til margs brúkleg, en fara þarf varlega í notkun þeirra.

Ef að fullur styrkur er settur á þessi tæki beint í eyrun í meira en 5 mínútur á dag, gæti heyrnin verulega skerst, til frambúðar. Sérstök hætta er á þessu ef verið er að hlusta á tækin í hávaðasömu umhverfi, vegna þess hve freistingin er þá mikil að hækka í botn til að yfirgnæfa utanaðkomandi hávaða.

Gerðar voru hljóðmælingar á venjulegum litlum eyrnatólum eins og oftast fylgja þessum tækjum, ásamt annars lags stærri eyrnatólum sem að einangra mun frekar utanaðkomandi hljóð.

Niðurstöðurnar gáfu til kynna að með flest öllum eyrnatólum væri í lagi að hlusta í 4.6 klukkutíma á dag, ef að hljóðstyrkurinn færi aldrei yfir 70 %. Ef að hljóðstyrkurinn fer upp í 80% lækkar tíminn verulega, eða niður í 1,2 klukkustundir á dag.

Á fullum hljóðstyrk, er orðið hættusamt að hlusta í meira en 5 mínútur á dag, með algengustu litlu eyrnatólunum. Ef að notuð eru stærri og meiri gæðaeyrnatól sem að hylja allt eyrað og eru því mun meira einangrandi, getur tíminn til hlustunar lengst upp að 18 mínútum.

Heyrnarskerðing hefur aukist gífurlega á meðal ungs fólks og talað er um að allt að 65 prósent þeirra sem að mælast með skerta heyrn í heiminum í dag, séu yngri en 67 ára. Þessi aukning er rakin til fjölda tækja sem að senda hljóðbylgjur beint inní eyrnaganginn, samanber ofangreind tæki og svo einnig farsímar.

Skynsemi er besta leiðin til að koma í veg fyrir heyrnartap af þessum völdum. Setja skal reglur um notkun þessa tækja, þegar að kemur að yngri börnunum og gera unglingunum okkar, vel grein fyrir þessari hættu, því sennilega nota þeir þessi tæki einna mest.

 

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir

Previous post

Unglingadrykkja

Next post

Áhrif dagvistunar á börn

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *