Heilsubankinn Mešferšir
ForsķšaMataręšiHreyfingHeimilišUmhverfišMešferšir
 
Mešferšarašili
Žjįlfun.is
Einkažjįlfun - Hópžjįlfun - Fyrirtękjažjįlfun
Póstnśmer: 201
Žjįlfun.is
 
Mešferšar- og žjónustuašilar

Heilsubankinn er vefur um allt er viškemur heilsu okkar og lķfshįttum. Honum er ętlaš aš stušla aš aukinni mešvitund um holla lķfshętti og um leiš er honum ętlaš aš vera hvatning fyrir fólk til aš taka aukna įbyrgš į eigin lķfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamišill, auk žess sem hann er gagnabanki yfir ašila sem bjóša žjónustu er fellur aš įherslum Heilsubankans.

Viš hvetjum žig til aš skrį žig į póstlista Heilsubankans (hér) og sendum viš žér žį fréttabréfiš okkar ķ tölvupósti ca. tvisvar sinnum ķ mįnuši. Žar koma fram punktar yfir žaš helsta sem hefur birst į sķšum Heilsubankans, auk tilboša sem eru ķ boši fyrir handhafa Heilsukortsins.

Viš bjóšum žig velkomin(n) inn į vefinn og hlökkum til aš sjį žig hér sem oftast.

Fótaóeirš Prenta Rafpóstur

Fótaóeirð er ástand sem að sýnir sig sem mjög mikil óþægindi í fótunum.  Algengast er að þessi einkenni komi, með ómótstæðilegri þörf fyrir að hreyfa fæturna, þegar verið er að reyna að sofna.  Stundum róar það fæturna að hreyfa þá, en oftast bara í stuttan tíma. 

Margar orsakir hafa verið eyrnamerktar þessu vandamáli, en ekki hefur enn verið sannað hvað það er í raun sem veldur því.  Til dæmis hefur það komið í ljós, að í sumum fjölskyldum virðist þetta algengara en hjá öðrum.  Því má leiða að því líkur, að þetta sé arfgengt.  Einnig hefur verið nefnt að blóðskortur, járnskortur, nýrnasjúkdómar, meðganga, gigt, sykursýki og Parkinson´s geti tengst þessu vandamáli.  Samt sem áður hafa fæstir af þeim sem greinast með fótaóeirð, eitthvað af ofantöldum vandamálum.  Ójafnvægi í járnbúskap blóðsins og dópamínefni heilans gætu verið orsökin, en til að vera viss um að svo sé, þarf að gera mun meiri rannsóknir á fleiri tilfellum.

Tilfinningunni í fótunum er oftast lýst sem óþægindum, en stundum sem kvalarfullum verkjum.  Algengt er að heyra lýsingarorð eins og kitlandi, skríðandi, potandi, pikkandi eða eins og nálardofi upp eftir leggjunum. 

Þetta gerist nánast alltaf þegar að fæturnir eru í hvíld.  Fæturnir fara að hoppa og kastast til með óviljastýrðum hreyfingum, eftir að viðkomandi sofnar.  Þetta veldur því mjög oft að viðkomandi, sem er rétt nýsofnaður og vaknar upp við þetta, á í erfiðleikum með að sofna aftur og vandamálið versnar og við bætist, slæmur svefn.  Því leyðir vandamálið oft til mikillar þreytu og óþæginda hjá viðkomandi yfir daginn og getur haft töluverð áhrif á allt hans líf og líðan.

Hæfilegar og reglulegar æfingar og góðar teygjur gætu dregið úr einkennunum.  Eins ætti að forðast koffíndrykki og reykingar.  Gott mataræði, sem að inniheldur nægjanlegt magn af steinefnum getur líka hjálpað.  Sérstaklega skal gæta þess að magnesium og járnbúskapur líkamans sé nægur.

  Til baka Prenta Senda žetta į vin
 
Greinar Pistill dagsins Vištöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og įbendingar Vandamįl og śrręši
Skrįning į žjónustu- og mešferšarsķšur

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur įskilinn