MataræðiÝmis ráð

Sólber og blöðrubólga

Sífellt er verið að gera fleiri og fleiri rannsóknir á því hvernig náttúran og það sem að hún gefur af sér, getur hjálpað til við að fyrirbyggja og jafnvel lækna sjúkdóma.

Margar rannsóknir hafa verið gerðar undanfarið á berjum. Ber mælast með gríðarlega mikið magn af andoxunarefnum og eru mjög holl fyrir líkamann. Rannsóknirnar hafa sýnt fram á að með því að borða mikið af berjum, hjálpi það við margskonar sjúkdóma. Dökk ber hafa lengi verið sögð góð og nú hefur komið fram að sólber séu sérlega góð.

Nýverið komu fram niðurstöður rannsókna í Englandi um sólber. Þau geta hjálpað mikið þegar um blöðrubólgu eða aðra þvagfærasjúkdóma er að ræða. Venjulegast er, að búa til sultur úr sólberjum. En ef drukkinn er hreinn sólberjadjús og sólber borðuð þá er mun minni hætta á að fá þvagfærasýkingar. Sólberin eru alls ekki síðri en trönuberin og trönuberjadjúsinn til að berjst við kvilla sem þessa. Einnig hefur sortulyng reynst vel við blöðrubólgu.

Þvagfærasýkingar eru mun algengari hjá konum en körlum. Mun aðalástæða þess vera sú að þvagrás kvenna er styttri en hjá körlunum. Talið er að u.þ.b. 50% kvenna fái blöðrubólgu eða annars konar þvagfærasýkingu einhvern tíma á ævinni. Langalgengast er að blaðran sjálf sýkist.

Aðaleinkenni blöðrubólgu eru:

  • Sviði og brunatilfinning þegar að pissað er.
  • Sársauki þegar að pissað er, oft lýst “eins og að pissa glerbrotum”.
  • Þörfin fyrir að pissa kemur mun oftar en venjulega.
  • Þörfin fyrir að pissa kemur mjög skyndilega og þá þarf að flýta sér.
  • Mikil þörf fyrir að pissa er til staðar, en ekkert kemur.
  • Þvagið er óhreint og lyktar illa.
  • Blóð er í þvaginu.
  • Almenn vanlíðan.
  • Líkamshiti hækkar.

Nýtum náttúruaðferðirnar, borðum berin og aukum hreysti líkamsfrumanna. Það er um að gera að fyrirbyggja þessa sjúkdóma með svo bragðgóðum og lystugum afurðum náttúrunnar. Hómópatía hefur hjálpað mjög vel í mörgum þvagfærasýkingum, oft hefur hún náð að uppræta blöðrubólgu á undrahraða.

 

Höfundur: Guðný Ósk Diðrikdsdóttir

Previous post

Koffín - hver eru áhrif þess á líkama okkar og heilsu

Next post

Drekkur þú nægan vökva?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *