MataræðiÝmis ráð

Neglur

Það tekur neglur fingranna u.þ.b. 4 mánuði að vaxa og táneglur allavega 6 mánuði.  Ef að neglurnar vaxa hægar og verða mislitar, gæti verið um naglasveppasýkingu að ræða eða lélega næringarupptöku líkamans.

Neglur með hvítum blettum geta bent til skorts á sinki og eða kalki í líkamanum.

Ef roði er á húð í kringum naglaböndin, getur það bent til að Omega-3 og 6 fitusýrur vanti í líkamann.

Ef að neglur klofna og brotna, getur verið að skortur sé á A vítamíni, kalki, silicu og fleiri steinefnum.  Einnig gæti verið próteinskortur og sýrustig gæti verið í ójafnvægi.

Ef neglur eru rúnaðar og/eða langhrufóttar getur það bent til járnskorts.

Almennt ætti að borða 6-8 skammta af ávöxtum og grænmeti á dag, til að neglurnar fái nægjanleg vítamín og steinefni.  Einnig er ráðlegt að borða bæði hnetur og fræ, þar sem að þær eru ríkar af fitusýrum, sinki og próteini.

Previous post

Nálastungur geta mögulega unnið gegn parkinsonveiki

Next post

Nokkrar staðreyndir um ofþyngd Íslendinga og áhættuþætti

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *