Heilsa

Húðin

Húðin er beint eða óbeint tengd við öll líffæri líkamans og er aðallíffæri hans til að hreinsa sig.  Önnur úthreinsunarlíffæri líkamans eru ristillinn, nýrun og lungun.  Ef að þessi líffæri eiga í vandræðum með að losa líkamann við úrgang, þá sést það strax á húðinni, hún verður olíukennd, svitnar mikið og myndar útbrot.

Ef að húðin er föl, gæti verið að viðkomandi sé blóðlítill, hafi lakan járnforða eða að hann hafi vanvirkan skjaldkirtil.

Ef að húðin er þurr, getur það bent til ónægs vökva eða skorts á fitusýrum (Omega-3, 6 og 9).  Einnig getur það vísað til skorts á A og B vítamínum.  Það að drekka of mikið kaffi, te eða alkóhól þurrkar einnig upp húðina.  Hormónaframleiðsla líkamans, breytingarskeið kvenna og vanvirkur skjaldkirtill, spila stóra þátt í ástandi húðar.

Grá húð sést oft hjá reykingarfólki og þeim sem að reyna of mikið á líkamann.  Einnig hjá þeim sem að hafa veika lifur.  Þetta getur verið merki um undirliggjandi hjartavandamál eða annars konar alvarlegt ástand.

Til að hjálpa húðinni sem mest, til að vera heilbrigð og skýnandi, er algjörlega nauðsynlegt að auka vatnsdrykkju, a.m.k. 6-8 glös af vatni á dag, hætta að reykja,  taka inn góðar fitusýrur og borða meira af fræjum.  Einnig að passa vel að sinkbúskapur líkamans sé nægur.

Previous post

Jól full af vellíðan og gleði

Next post

Blóðþrýstingur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *