Heilsubankinn Mešferšir
ForsķšaMataręšiHreyfingHeimilišUmhverfišMešferšir
 
Mešferšarašili
Višar Ašalsteinsson
Dįleišsla, EFT, Orkujöfnun
Póstnśmer: 110
 
Mešferšar- og žjónustuašilar

Heilsubankinn er vefur um allt er viškemur heilsu okkar og lķfshįttum. Honum er ętlaš aš stušla aš aukinni mešvitund um holla lķfshętti og um leiš er honum ętlaš aš vera hvatning fyrir fólk til aš taka aukna įbyrgš į eigin lķfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamišill, auk žess sem hann er gagnabanki yfir ašila sem bjóša žjónustu er fellur aš įherslum Heilsubankans.

Viš hvetjum žig til aš skrį žig į póstlista Heilsubankans (hér) og sendum viš žér žį fréttabréfiš okkar ķ tölvupósti ca. tvisvar sinnum ķ mįnuši. Žar koma fram punktar yfir žaš helsta sem hefur birst į sķšum Heilsubankans, auk tilboša sem eru ķ boši fyrir handhafa Heilsukortsins.

Viš bjóšum žig velkomin(n) inn į vefinn og hlökkum til aš sjį žig hér sem oftast.

Hrufóttar neglur Prenta Rafpóstur

Skoðaðu vandlega neglurnar bæði á fingrum og tám - þær segja mikið um almenna heilsu þína.  Allar breytingar á útliti eða áferð naglanna, geta bent til skorts á vítamínum eða steinefnum.  Hrufóttar neglur geta t.d. bent til skorts á sinki.  Sink er mjög nauðsynlegt fyrir ýmsa starfsemi líkamans, meðal annars hæfni hans til að græða sár og halda húðinni heilbrigðri.  Hvítir blettir á nöglunum, eru aftur á móti taldir benda til ónægjanlegs kalkmagns í líkamanum.  En kalkið er nauðsynlegt fyrir heilbrigð bein og tennur.

Bæði sink og kalk tapast með hægðum, þvagi, hári og við endurnýjun húðar.  Við fáum sink úr t.d. kalkúna-, kjúklinga- og krabbakjöti, lambakjöti, hveitikími, ölgeri, eggjum, en lang mest er þó af sinki í ostrum. Einnig er sink í lifur, hnetum, fræjum, sjávarfangi, sojabaunum og grænmeti. Nýrna- og kjúklingabaunum, brúnum hrísgrjónum og heilhveiti, einnig eru graskersfræ auðug af sinki.  Kalk fáum við úr flestum tegundum hrás grænmetis, sérstaklega í dökkgrænu grænmeti, t.d. broccoli, tofu, hnetum, sesamfræjum, sólblómafræjum, höfrum, hirsi, sojabaunum og sojaafurðum, einnig sardínum, laxi, þara og þurrkuðum baunum, ostum og mjólkurvörum.

  Til baka Prenta Senda žetta į vin
 
Greinar Pistill dagsins Vištöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og įbendingar Vandamįl og śrręši
Skrįning į žjónustu- og mešferšarsķšur

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur įskilinn