Heilsa

Hormónameðferð

Þrátt fyrir mikla umræðu um rannsóknina á hormónameðferð við breytingaskeiðinu, sem hætt var vegna alvarlegra afleiðinga á heilsu kvenna, eru flestar konur í Bandaríkjunum ómeðvitaðar um hugsanlega hættu samfara hormónameðferð.

Ég veit til að læknar á Íslandi eru enn að ávísa hormónalyfjum og hvet ég konur til að skoða málin vandlega, áður en þær taka inn hormón sem unnin eru á rannsóknarstofum.

Rannsóknin sem getið er um hér að ofan var framkvæmd af Women´s Health Initiative (WHI) og var hún blásin af í miðjum klíðum eða árið 2002, þar sem kom í ljós að aukin hætta var á hjartaáfalli og blóðtappa, ef konur voru á estrógen / prógesteron meðferð.

Tveimur árum seinna var einnig hætt við þann rannsóknarhluta sem beindist að estrógen meðferð, þar sem eingöngu var gefið estrógen, þar sem kom í ljós að sú meðferð jók einnig áhættu á hjartaáfalli og blóðtappa.

Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt að hormónameðferð eykur einnig áhættu á brjóstakrabbameini.

Einkenni breytingaskeiðsins eru ekki sjúkdómseinkenni, heldur er þetta eðlilegur hluti lífsins og er hægt að létta á þessum einkennum án þess að notast við eiturefni. Spyrjið lækninn ykkar vel og ítarlega út í þessa þætti, áður en þig ákveðið að fara á hormónameðferð og einnig er hægt að fá góðar upplýsingar í heilsuverslunum, um náttúrulegar leiðir til að takast á við breytingaskeiðið.

Einfaldar breytingar á lífsstíl hjálpa einnig til við að ná stjórn á hormónabúskapnum:

  • Takið til í mataræðinu
  • Takið inn góðar fitusýrur (jafnvægi þarf að vera á milli omega 3 og omega 6, við fáum oftast mun meira af omega 6 úr mataræðinu og þurfum því að taka inn aukalega omega 3 fitusýrur).
  • Stundið reglulega hreyfingu
  • Dragið úr neyslu á einföldum kolvetnum þar sem ofvöxtur gersveppa hefur slæm áhrif á hormónajafnvægi
  • Hættið neyslu á kaffi og áfengi þar sem þessi efni geta einnig haft slæm áhrif á hormónaframleiðsluna.

Sjá einnig: 

Konur og hjartasjúkdómar 

Greiningum á brjóstakrabbameini fækkar í kjölfar minnkandi notkunar hormóna

Previous post

Höfuðverkir

Next post

Hósti

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *