Ávaxtasalat
2 lífræn epli, skroin í teninga
½ dl gojiber, lögð í bleyti í 30 mín
3 msk furuhnetur, lagðar í bleyti í 30 mín
1 msk kakónibs
1 msk rifið lífrænt appelsínuhýði
5 cm engiferrót, rifin

Þrífið eplin og skerið í teninga og setjið í skál, leggið gojiberin í bleyti í 30 mínútur, hellið af þeim vatninu og setjið berin út í skálina, leggið furuhneturnar í bleyti í 30 mín, hellið vatninu af og setjið hneturnar út í skálina, stráið kakónibsinu yfir, rífið hýðið af appelsínunum og setjið útí, endið á að rífa engiferrótina og kreista safann úr henni yfir salatið, blandið  og berið fram. 

  Prenta Senda þetta á vin