Stífir rennilásar

Oft verða rennilásarnir, sérstaklega þessir með járntönnunum, mjög stífir og nánast ógerningur er að renna þeim upp og niður.  Þá er gott að nota kertastubb og nudda honum upp og niður rennilásinn nokkrum sinnum, beggja megin.  Þá ætti að verða auðvelt að renna upp og niður.

Einnig má nota þetta sama ráð til þess að losa um skúffur á gömlum kommóðum sem eru farnar að standa á sér, rennið kertastubbnum fram og til baka eftir brautunum sem þær renna á, og einnig snertifletina á skúffunum sjálfum.

  Prenta Senda þetta á vin