Krumpašir dśkar

Stundum virðist vera sama hversu vel dúkurinn er straujaður, alltaf eru krumpur eftir sem er ómögulegt að ná úr. Einnig eru oft í þeim brot eftir að þeir hafa legið lengi samanbrotnir í skúffunni. Gott ráð er að leggja dúkinn á borðið daginn áður en halda skal boðið, spreyja létt yfir hann með vatni, sérstaklega þar sem dúkurinn hangir fram af borðinu, og láta þyngdaraflið svo um að slétta dúkinn yfir nóttina. Daginn eftir er svo hægt að leggja á borðið.

  Prenta Senda žetta į vin