HeilsaVandamál og úrræði

Ýmsir húðkvillar

Ef húð í andliti er þurr og flögnuð, prófið að skera sneið af hrárri kartöflu og nudda varlega yfir flagnaða svæðið, oftast á nefi, enni, kinnum og höku. Hreinsið svo varlega með köldu vatni til að loka húðinni.

Ef húð er þurr með miklum kláða, setjið 2 matskeiðar af eplaediki útí baðið og njótið.

Ef að á húð eru lýti eða slæm ör, sem eru að reyna að gróa, en gengur hægt, settu þá hreint, hrátt hunang á og grisju eða plástur yfir. Hunangið sótthreinsar og drepur bakteríur og flýtir fyrir gróanda.

Brenninetlubruni á húð getur verið mjög sár, blandaðu 3 hlutum af bökunarsóda á móti 1 hluta af vatni og berðu á svæðið. Láttu þetta þorna á húðinni og síðan skal þvo af með ilvolgu vatni. Einnig hægt að nota á allan annan sviða og pirring í húð með roða og hita.Ef að húð er marin, bleyttu bómullarhnoðra í ediki (hvítu) og láttu liggja við marið í 1 klukkutíma. Edikið dregur úr blámanum og flýtir fyrir gróanda.

Previous post

Verndaðu tennurnar

Next post

Það er hollt að gefa blóð

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *