SKILMÁLAR

SKILMÁLAR

Vinsamlegast lestu vandlega yfir skilmála þessa, þar sem þeir eiga við um skráningu þína á sérhverja af þeim vörum sem Hildur Online ehf. [Heilsubankinn] selur (einnig nefnd námskeið eða prógramm).

Með því að kaupa vörur okkar samþykkir þú eftirfarandi skilmála.

PRÓGRAMMIÐ

Heilsubankinn samþykkir að útvega námsefni, til að hjálpa viðskiptavinum við að taka nauðsynleg skref í átt að betri líðan og heilsu. Viðskiptavinurinn samþykkir að hlíta öllum reglum og verklagi sem lýst er í þessum samningi sem skilyrði fyrir þátttöku þeirra í námskeiðunum okkar.

FJÁRHAGSLEG SKULDBINDING

Viðskiptavini er lagalega skylt að ljúka öllum greiðslum í þeirri greiðslutilhögun sem hann hefur samþykkt og tengjast vörum sem hann kaupir. Heilsubankinn áskilur sér rétt til að krefjast greiðslu á útistandandi kröfum í gegnum innheimtustofnun. 

GREIÐSLULEIÐIR

Við tökum við greiðslum með Visa, Mastercard og millifærslum. Ef viðskiptavinur velur að greiða með mánaðarlegum afborgunum heimilar hann mánaðarlega skuldfærslu fyrir vörunni af kreditkorti eða debetkorti sínu eða að standa skil á kröfum í heimabanka.

UPPSÖGN, ENDURGREIÐSLUR OG SKILARÉTTUR

Ekki er hægt að fá námskeið á vegum Heilsubankans endurgreidd. Þar á meðal eru Heilsuefling Hildar og Stuðningsprógrammið..

 

Eftir að námskeið er hafið er ekki hægt að fá endurgreitt. 

TRÚNAÐUR

Heilsubankinn virðir trúnað og friðhelgi einkalífs viðskiptavina og krefst þess að viðskiptavinir okkar geri slíkt hið sama. Við lítum því á þetta sem gagnkvæma þagnarskyldu. Allar trúnaðarupplýsingar sem fulltrúar Heilsubankans  miðla eru trúnaðarmál og tilheyra eingöngu þeim skjólstæðingi eða fulltrúa sem birtir þær. Aðilar eru sammála um að birta ekki, segja ekki frá eða nota neinar trúnaðarupplýsingar eða annað í samskiptum, inni í Facebook hópum eða á neinn annan hátt.

 

Viðskiptavinur samþykkir að nota ekki slíkar trúnaðarupplýsingar á annan hátt en í samtali við aðra skjólstæðinga eða teymi Heilsubankans. Trúnaðarupplýsingar innihalda, en takmarkast ekki við, upplýsingar sem birtar eru í tengslum við samning þennan og skulu ekki innihalda upplýsingar sem fengnar eru með réttu frá þriðja aðila.

Báðir aðilar munu halda fyllsta trúnað um allar upplýsingar og skulu gera sitt besta til að vernda þær gegn opinberun, misnotkun og þjófnaði.

 

Viðskiptavinur samþykkir að brjóta hvorki trúnað né ljóstra upp um nein trúnaðarmál sem sem varða Heilsubankann. Ennfremur mun viðskiptavinurinn EKKI birta þriðja aðila neinar upplýsingar sem aflað er í tengslum við þennan samning eða bein eða óbein samskipti okkar við viðskiptavini, þar með talið en ekki takmarkað við, nöfn, netföng, titil eða stöðu þriðja aðila innan fyrirtækis, símanúmer og/eða póstföng. Að auki mun viðskiptavinurinn aldrei, hvorki beint né óbeint, afhenda neinum þriðja aðila trúnaðarupplýsingar.

 

Með því að kaupa vörur okkar samþykkir þú að ef þú brýtur í bága við eða sýnir einhverja tilburði í þá átt að ganga gegn þessum samningi, þá getur Heilsubankinn og/eða aðrir þátttakendur í prógramminu farið fram á lögbann til að koma í veg fyrir slík brot til að takmarka skaða.

 

ÁBYRGÐ VIÐSKIPTAVINAR

Námskeið þróuð af Heilsubankanum eru EINGÖNGU ætlað til fræðslu. Viðskiptavinur samþykkir og er sammála því að viðskiptavinurinn beri 100% ábyrgð á framförum sínum og árangri af námskeiðum sem Heilsubankinn hefur þróað.

 

Heilsubankinn ábyrgist ekki, gefur engin loforð, eða tryggingu fyrir árangri, hvorki munnlega né skriflega. Viðskiptavinurinn skilur að vegna eðlis þeirra vara sem Heilsubankinn hefur þróað og umfangs þeirra getur árangur hvers viðskiptavinar verið mjög breytilegur. Viðskiptavinur viðurkennir að engin trygging er fyrir því að viðskiptavinur nái markmiðum sínum með þátttöku í námskeiðum sem Heilsubankinn hefur þróað. Fræðsla og upplýsingar sem Heilsubankinn veitir, eru ætlaðar hinum almenna þátttakenda og gefur sig ekki út fyrir að vera, né ætti að túlka þær sem, sértæka einstaklingsmiðaða ráðgjöf. 

ÓHEIMIL DREIFING Á HÖFUNDARRÉTTARVÖRÐU EFNI

Námskeið Heilsubankans eru höfundarréttarvarið efni, gert frá grunni og hefur verið veitt viðskiptavinum til einkanota og er ekki ætlað til dreifingar. Viðskiptavinur hefur ekki heimild til að nota nokkuð af hugverkum fyrirtækisins í viðskiptalegum tilgangi. Öll hugverk, þar með talið höfundarréttarvarið prógramm og/eða efni námskeiðsins, eru í eigu Heilsubankans. Ekki er veitt leyfi (hvorki beint né óbeint) til að selja eða dreifa efni fyrirtækisins. Með því að kaupa þessa vöru samþykkir viðskiptavinurinn (1) að brjóta ekki höfundarrétt, einkaleyfi, vörumerki, viðskiptaleyndarmál eða önnur hugverkaréttindi, (2) að allar trúnaðarupplýsingar sem fyrirtækið deilir sé háð ströngum trúnaði og eignarrétti og sé eingöngu eign fyrirtækisins, (3) viðskiptavinurinn samþykkir að opinbera ekki slíkar upplýsingar öðrum eða nota þær á annan hátt án samþykki fyrirtækisins. Ennfremur, með því að kaupa þessa vöru, samþykkir viðskiptavinurinn að ef hann brýtur, eða sýnir viðleitni í þá átt að brjóta, einhverja af samningum viðskiptavinarins sem er að finna í þessari málsgrein, mun fyrirtækið áskilja sér rétt á að fara fram á lögbann til að koma í veg fyrir slík brot og til að grípa til varna gegn slíkum brotum. 

ÓGERNINGUR/ÓGILDING

Ef eitthvert ákvæði þessa samnings er talið ógilt eða óframkvæmanlegt, halda önnur ákvæði samningsins samt sem áður fullu gildi. Misbrestur annars hvors aðila á að nýta sér rétt sem kveðið er á um hér jafngildir ekki afsali á þeim rétti eða frekari rétti samkvæmt samningnum. 

BREYTINGAR

Félagið getur breytt skilmálum þessa samnings hvenær sem er. Allar breytingar skulu birtar á vefsíðu prógrammsins og kaupendur skulu látnir vita. 

UPPSÖGN

Fyrirtækið hefur skuldbundið sig til að veita öllum viðskiptavinum í prógramminu jákvæða upplifun. Með því að kaupa þessa vöru samþykkir viðskiptavinurinn að fyrirtækið geti, að eigin geðþótta, sagt upp þessum samningi og takmarkað, stöðvað eða sagt upp þátttöku viðskiptavinar í prógramminu án endurgreiðslu eða eftirgjafar á mánaðarlegum greiðslum ef viðskiptavinurinn veldur truflun á starfseminni, truflar þátttakendur, viðskiptavinur fylgir ekki leiðbeiningum prógrammsins, er erfiður í samstarfi, veldur öðrum þátttakendum í prógramminu vandræðum eða við brot á skilmálum skilgreint af fyrirtækinu. Viðskiptavinurinn er samt sem áður ábyrgur fyrir því að greiða heildarupphæð samningsins.

MÁLSKOTSRÉTTUR

Verði ágreiningur ekki leystur í samningaviðræðum í góðri trú milli aðila, verður sérhvert ágreiningsmál eða ágreiningur vegna samnings þessa lagður fyrir dóm. Allar kröfur á hendur félaginu verður að leggja fram innan 100 daga frá fyrstu kröfu en mun að öðrum kosti falla niður. Úrskurður skal liggja fyrir innan níutíu (90) daga frá dagsetningu upphaflegrar kröfu. Aðilar skulu vinna saman að því að tryggja að dómsferlinu verði lokið innan níutíu (90) daga tímabilsins. Aðilar skulu vinna saman og flýta fyrir ákvörðun dómstóla. Skrifleg ákvörðun dóms (sem mun kveða á um greiðslu kostnaðar) mun vera bindandi og óvéfengjanleg og ekki háð endurskoðun dómstóla og getur verið lögð fyrir og framfylgt í hvaða dómstóli sem er með viðeigandi lögsögu, annað hvort sem dómsniðurstaða eða úrskurður. Í ágreiningi sem snertir ógreidda kröfu viðskiptavinar sem varða ógreiddar eftirstöðvar viðskiptavinarins ber viðskiptavinurinn ábyrgð á öllum dóms- og lögmannskostnaði.