Skráðu þig á FRÍTT 4RA VIKNA netnámskeið með Hildi:

„Lykillinn að bættri líðan og betri heilsu“

 og stefndu að því að umbreyta heilsu þinni og líðan.

4ra vikna FRÍTT netnámskeið

Það er ekki komin dagsetning á næsta námskeið, en ef þú skráir þig á biðlistann, þá sendum við þér skilaboð og þú færð tækifæri á að skrá þig um leið og opnað verður fyrir skráningar.

Langar þig í meiri orku, minni verki, betri líðan og bættan svefn? Þá er þetta námskeið sem þú skalt ekki láta fara fram hjá þér.

Kannastu við að hafa sagt eitthvað af eftirfarandi:

  • Ég þyngist sama hversu lítið ég set ofan í mig
  • Ég léttist ekkert sama hversu mikið ég púla í ræktinni
  • Ég er að drepast í bakinu en ég finn enga langtíma lausn
  • Ég er með stöðuga verki í hnjánum (eða fingrunum, öxlunum, mjöðmunum.....) en þetta kemur víst bara með aldrinum
  • Ég er með bullandi hátt kólesteról og/eða blóðþrýstingurinn er allt of hár, en þetta er jú bara í ættinni

Við hrjáumst af svo mörgum kvillum sem við teljum oft á tíðum að ekkert sé hægt að gera við og við þurfum bara að læra að lifa með.  

Ert þú mögulega að takast á við eitthvað af eftirfarandi?

  • Minnkað starfsþrek
  • Aukna þreytu
  • Aukið áhugaleysi
  • Minna úthald
  • Aukna verki
  • Slæma meltingu
  • Bólgur í stoðkerfi
  • Liðverki í fingrum, öxlum, mjöðmum, hnjám.....
  • Eftirköst af Covid
  • Stöðugt versnandi heilsu
  • Minnkandi lífsgleði
  • Endurteknar sýkingar
  • Stöðuga höfuðverki
  • Of mikið þyngdartap eða þyngdaraukningu
  • Eða aðra langvarandi vanlíðan

Ef tvennt eða fleira af þessu á við þig, þá er þetta klárlega námskeið fyrir þig!

Staðreyndirnar eru:

  • Að við búum við stöðugt lakari heilsu, þrátt fyrir að við mokum sífellt meiri peningum í heilbrigðiskerfið
  • Að við verðum stöðugt þyngri, þreyttari, verkjaðri og veikari.
  • Að heilbrigðiskerfinu okkar gengur illa að meðhöndla króníska kvilla og langvarandi veikindi

En það eru til aðrar leiðir sem geta fært okkur nær því að búa við fulla orku, minni verki og betri líðan.

Námskeiðið „Lykillinn að bættri líðan og betri heilsu“ er frítt og stendur yfir í fjórar vikur.  

Þar munum við:

  • skoða stöðuna okkar, 
  • hvað orsakar mögulega slæma líðan okkar, 
  • hvernig þróunin hefur verið með heilsuna hjá okkur, 
  • hverjar framtíðarhorfur okkar eru 
  • og hvaða möguleikar eru í stöðunni til að grípa inní og breyta þróuninni á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.


Við hugum að því hver grunnorsökin er að flestum okkar vandamálum og hvaða kerfi þurfa að komast í jafnvægi til að líkaminn nái heilsu á ný.

Frítt fyrir alla áhugasama.

4ra Vikna Undirbúningur Að Betra Lífi

Dagskrá námskeiðsins:

Vika 1. Orsökin

Við tökum stöðuna á heilsunni okkar og skoðum hvenær hlutirnir fóru að snúast til verri vegar, sem var jafnvel mun fyrr en við höfum gert okkur grein fyrir.

Við veltum jafnframt fyrir okkur orsökunum og hvað það var sem leiddi kerfið okkar í ójafnvægi.

Vika 2. Afleiðingin

Nú þegar við áttum okkur betur á orsök heilsuvanda okkar, þá skoðum við hverjar afleiðingarnar mögulega eru og hvernig þróunin getur haldið áfram til verri vegar, ef ekki er gripið inn í með réttum meðulum.

Vika 3. Lausnin

Þegar við höfum náð að tengja orsök og afleiðingu, þá skoðum við hvaða mögulegu lausnir eru í stöðunni og hvar sé hægt að fá aðstoð.

  • Er hægt að minnka eða losna við einkenni ólæknandi sjúkdóma?  
  • Ef ég hef ekki fengið neina hjálp frá heilbrigðiskerfinu, get ég þá samt gert mér vonir um bætta líðan?  
  • Ef það er til lausn við vanda mínum, afhverju er ég þá ekki fyrir löngu búin/n að fá réttar leiðbeiningar?  
  • Og ef það er til lausn og leið, afhverju eru ekki allir löngu búnir að fara þessa leið?

Vika 4. Leiðin

Nú þegar við sjáum hvar vandinn liggur, hvar lausnin er og hvað við getum gert í okkar stöðu, erum við þá tilbúin í að taka skrefið?  Hvað gæti staðið í veginum fyrir því að við réttum okkur eftir lausninni?  Og hvaða von getum við átt á bættri líðan og lífi?

SKILNINGUR ER FORSENDA ÁRANGURS

JIM JER SEY

JIM JER SEY

JIM JER SEY

Hæ, Hildur hér. 

Allt mitt líf hef ég þurft að takast á við mikil heilsufarsvandamál sem hafa stöðugt þróast til verri vegar í gegnum árin. Fyrir örfáum árum síðan var ástand mitt orðið svo slæmt að ég gat eingöngu staðið upprétt í um 2 klukkustundir á dag. Ég var með stöðuga verki, enga orku, svaf illa og þjáðist af langvarandi mígreni.

Ég hef verið að safna á mig sjúkdómsgreiningum allt mitt líf, þ.m.t. er liðagigt, slitgigt, meltingarsjúkdómar, vefjagigt, síþreyta, krónískt mígreni, skjaldkirtilssjúkdómar, hjartsláttaóregla og svona má lengi telja.

Fyrir um 6 árum fékk ég nóg. Ég neitaði að vera fórnarlamb “ólæknandi” sjúkdóma og sór þess eið að finna leið til að öðlast aftur heilsu mína og líf.

Það tók mig um tvö ár að þróa prógramm, byggðu á nýjustu rannsóknum, sem gerði það að verkum að ég losnaði við nær öll einkennin sem höfðu stjórnað lífi mínu fram að því. Ég fékk aftur fulla orku, verkjaleysi og upplifði vellíðan á ný.

Markmið mitt er að aðstoða eins marga og ég get að feta sömu braut og ég hef farið og vonandi hjálpa þeim að ná sambærilegum árangri og ég hef náð.  

Það væri frábært að fá þig í hóp þeirra sem vilja vita meira og við getum skoðað hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir þig.

Heilsuefling Hildar

Fleiri hundruð manns hafa nú farið í gegnum námskeiðin hennar Hildar.  Skjólstæðingar Hildar hafa náð stórkostlegum árangri með heilsuna og margir orðið einkennalausir með öllu af sínum fyrri sjúkdómum.

Meðal þeirra sjúkdóma sem fólk hefur náð árangri með eru liðagigt, vefjagigt, þvagsýrugigt, síþreyta, hár blóðþrýstingur, há blóðfita, asmi, krónískar sýkingar, iðraólga, chrons, sáraristilbólga, vanvirkur skjaldkirtill, sykursýki, stoðkerfisvandamál, mígreni, ofþyngd og svo margt fleira.

Það eru margir sem eru farnir að þekkja til námskeiðanna hennar Hildar og jafnvel heyrt af góðum árangri – en hafa ekki haft sig af stað sjálfir

NÚNA ER TÆKIFÆRIÐ á að skoða hvort þessi leið hentar þér, hvort hún geti nýst þér og hvort þú sért tilbúin/n að stíga skrefið.

Þú færð jafnframt tækifæri á að sjá hvernig Hildur vinnur og hvernig það er að vinna með henni.

Þátttakendur eru sammála um árangurinn:

“Mér hefur ekki liðið eins vel í mörg ár, bæði andlega og líkamlega. Það er eins og ég hafi komist úr úr skel. Liðverkir minni, meltingin betri og minni slímmyndun. Löngun í sykur er horfin. Bónusinn er að ég hef líka lést.“

- Kristín Hálfdánardóttir

“Ég var eins og svampur og dró í mig alla leiðsögnina sem ég hef þarfnast og þráð að fá í ölu mínu heilsuleysi. Fyrsta skipti á æfinni sem ég hef fengið þá tilfinningu að þarna væri svarið sem ég hef leitað svo lengi að.  Eins er það mikilvægt að hafa leiðsögn og stuðning þess sem hefur verið í mínum sporum.“

- Anna Rudolfsdóttir

“Ég finn að bólgur i líkamanum eru að minnka og það er frábært, ásamt því að magalyf sem ég er búin að taka í mörg ár þarf ég ekki lengur.“

- Kristbjörg Jónsdóttir

Fræðslan á námskeiðinu fer fram í formi fyrirlestra og gagnvirkra æfinga sem þið leysið, til að átta ykkur betur á ykkar stöðu og tækifærum.

Skrá mig á biðlistann

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi námskeiðið, sendið þá endilega póst á info@heilsubankinn.is og við munum svara ykkur eins fljótt og auðið er.