Heilsubankinn vekur athygli á því að þegar farið er inn á vefsíður sem tengjast okkur, þá vistast vafrakökur (e. cookies) í þann vafra sem notandinn nýtir til þess að heimsækja Heilsubankann og síður sem tengjast honum. Tilgangurinn er að bæta upplifun notandans. Með því að heimsækja vefsíður okkar; www.heilsubankinn.iswww.hildur.online og allar undirsíður sem tengjast þessum vefsíðum og starfsemi okkar, þá getum við komið vafrakökum fyrir á því tæki sem þú nýtir þér, ef þú samþykkir það. Þetta hjálpar okkur að skilja hvernig þú notar vefsíðurnar og þar með getum við séð hvað þig vantar og hverju þú leitar að. Þetta hjálpar okkur að þróa og bæta vefsvæðin okkar sem og vörur okkar og þjónustu.

Hvað er vafrakaka (e. cookie)?

Vafrakaka er sérstök lítil textaskrá sem hleðst inn í vafra notenda, þegar notendur fara inn á viss vefsvæði og gerir okkur kleift að greina á milli notenda, hvernig notendur nýta vefi okkar. Vafrakakan geymir upplýsingar um heimsókina; greinir heimsóknir (lengd og hvaða hlekkir eru nýttir) og geymir kjörstillingar, þar sem markmiðið er að bæta notendaupplifun og betrumbæta þær vefsíður sem tengjast fyrirtækinu. Vafrakökurnar gefa okkur einnig upplýsingar um að vefurinn virki eins og hann á að virka og gefur okkur hugmyndir um hvað við þurfum að laga. Vafrakökurnar geta einnig verið notaðar til þess að ákvarða hvaða auglýsingatengt efni við sendum frá okkur. Það er misjafnt hversu lengi hver vafrakaka er tengd vefsvæðinu, það fer eftir því hvaða tegund hún er.

Það er hægt að skipta vafrakökum í nokkra flokka, eftir því hver tilgangur þeirra er. Í sumum tilfellum fylgjast þær með öryggi og virkni vefsins, í öðrum tilfellum muna þær eftir notanda og stillingum hans, enn aðrar safna upplýsingum og tölfræði er varða notkun. Það eru einnig til vafrakökur sem er nýtast til þess að ákvarða hvaða auglýsingaefni talið er að henti notendum. Það eru til fleiri flokkar af vafrakökum en talin eru upp hér.

Það er  einnig hægt að skipta vafrakökum upp í vafrakökur frá fyrsta aðila, sem tengast því vefsvæði sem notandinn heimsækir og síðan er talað um þriðja aðila vafrakökur, þær verða til á öðrum vefsvæðum sem notandinn heimsækir. Vefsíður okkar gætu innihaldið hlekki sem tengjast vefsíðum þriðja aðila, tengiforriti, eða hugbúnaði. Með því að ýta á þessa hlekki eða að leyfa þessar tengingar, gætir þú gefið þriðja aðila leyfi til þess að safna og deila gögnum um þig. Við stjórnum ekki vefsíðum þessara þriðju aðila og erum ekki ábyrg fyrir persónuverndarstefnu þessara aðila. Þegar þú yfirgefur vefsíðu okkar, hvetjum við þig til þess að lesa persónuverndarstefnu þeirrar síðu sem þú heimsækir næst.

Hvernig notum við vafrakökur?

Heilsubankinn notar vafrakökur á vefsvæðum okkar, www.heilsubankinn.is og www.hildur.online og öllum undirsíðum sem tengjast þessum vefsvæðum okkar. Við notum vafrakökur til þess að betrumbæsta síðustnar okkar og eins að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda vefsíðna okkar, t.s. að vefurinn virki eins og best er á kosið og að hann þekki aftur notendur. Við störfum með þriðju aðilum í sambandi við greiningu á vefsíðum okkar og  notum einnig vafrakökur til greiningar og til þess að beina auglýsingum til þeirra markhópa sem við teljum hafi áhuga á efni frá okkur og greinum hvaða auglýsingar hentar að sýna hinum mismunandi markhópum.  Í sumum tilfellum kunna kökur að safna upplýsingum eins og IP-tölum, gerð vafra, gerð tækis. Sumar þessara upplýsinga geta talist persónuupplýsingar en nánar um hvernig meðferð persónuupplýsinga er háttað hjá Heilsubankanum, er hægt að nálgast á (LINKUR) Þær upplýsingarnar sem við fáum með þessum hættu verða alrei notaðar til þess að auðkenna þig.

Ef þú vilt ekki vafrakökur, hvað gerir þú þá?

Ef þú vilt aftengja eða losna við vafrakökur, getur þú gert það með því að fara í stillingarnar í þeim vafra sem þú notar. Ef þú vilt losna við allar vafrakökur, velur þú ”Do Not Track”, það eru líka til aðrir valmöguleikar. Við viljum vekja athygli á því að ef  notendur velja að skoða vefi án þess að leyfa vafrakökur, þá getur það haft áhrif á notendaupplifun, útlit vefsins og það efni sem birtist.

Heilsubankinn tekur ekki ábyrgð á vafrakökum sem þriðji aðili kemur fyrir. Þriðju aðilar geta einnig komið fyrir vafrakökum hjá notendum, eins og kemur fyrir hér að ofan. Þessar vafrakökur er í mörgum tilfellum hægt að afþakka. Google bíður til dæmis upp á vafraviðbót þar sem möguleiki er á að afþakka Google Analytics mælingar.

Ef þú hefur einhverjar spurningar í sambandi við vafrakökur og síður Heilsubankans, vinsamlegast sendu þá tölvupóst á info@heilsubankinn.is