Ertu tilbúin/n að taka skrefið?

Skráðu þig á grunnnámskeiðið „Heilsuefling Hildar.

Ert þú með krónískan sjúkdóm og ert búin(n) að fá þig fullsadda(n) af ástandinu?

 • Viltu fá orkuna þína, heilsu og líf til baka?
 • Vilt þú minnka verki og vanlíðan?
 • Ertu tilbúin(n) að leita eftir breyttu ástandi?

Ef þú tengir við spurningarnar hér að ofan, er þetta námskeið klárlega fyrir þig. „Heilsuefling Hildar“ er námskeið sem tekst á við þær skoðanir og sannfæringar sem við höfum komið okkur upp um eigið ástand og hjálpar okkur að finna leiðina til að bæta heilsu okkar og líðan.

Við höfum ekki ákveðið dagsetningu fyrir næsta 4 vikna námskeið. Ef að þú skráir þig á biðlistann okkar, þá sendum við þér skilaboð um leið og við tilkynnum um ný námskeið.

Á námskeiðinu vinnum við að því að:

 • byggja upp meltingarveginn
 • efla ónæmiskerfið
 • koma jafnvægi á hormónakerfið
 • taka allt úr mataræðinu sem mögulega kemur í veg fyrir að líkaminn byrji uppbyggingarferlið
 • bæta inn því sem styður líkamann í að byggja sig upp á ný

Þátttakendur eru sammála um árangurinn:

Finnurðu að þetta námskeið gæti hentað þér?

Um Hildi:

Ég er hamingjusöm kona á miðjum aldri, búsett í Kjósinni ásamt eiginmanni mínum. Saman eigum við 4 börn og tvö barnabörn. Það skemmtilegasta sem ég veit er að vera amma! Og ég fagna því innilega og þakka fyrir það á hverjum degi, að hafa heilsu til að geta sinnt þessum litlu gullmolum mínum.Í Kjósinni ræktum við nánast allt okkar grænmeti, mestan hluta ársins í dásamlegu gróðurhúsi sem maðurinn minn byggði. Ég vinn líka heiman frá mér, en það er yndislegt að njóta fjallasýninnar út um skrifstofugluggann minn. Ég ferðast mikið í tengslum við vinnu og eins mér til ánægju og hef ég væntanlega komið til um 50 landa. Það hentar mér því einstaklega vel að vera með alla starfsemina mína á netinu.Ég er með bakgrunn úr viðskipta- og sálfræði og áratuga reynslu af því að afla mér þekkingar og leita leiða til að bæta heilsu, líðan og líf í gegnum jákvæðar lífsstílsbreytingar. Ég hlakka til að fylgja þér eftir á næstu vikum ❤️

Um námskeiðið:

Námskeiðið stendur í 4 vikur, en í hverri viku er unnið með tiltekið skref á vegferðinni að heilsueflingu. Við breytum mataræðinu og tökum út fæðutegundir í 4 þrepum. Þeir sem vilja vinna hlutina hraðar hafa kost á því.

Lögð er inn fræðsla sem styður fólk í að takast á við hvert skref þrisvar í viku og getur fólk horft á fræðsluna þegar best hentar. Fólk er þó hvatt til að fylgjast með jafnóðum svo það fylgist að og geti betur tileinkað sér innihald námskeiðsins og nýtt aðganginn að Hildi sem best í hverju skrefi.

Efnið er aðgengilegt í viku eftir að námskeiði lýkur fyrir fólk að klára að fara í gegnum það ef það hefur ekki náð að fylgjast með.

Skipulag námskeiðsins:

Vika 1 – snýst mest um hvað við tökum út úr mataræðinu og af hverju

Vika 2 – snýst um hverju við bætum inn og með hvaða hráefni við vinnum til að styðja við uppbyggingarferlið

Vika 3 – snýst um bætiefni og hvað þau geta gert til að hjálpa líkamanum í heilunarferlinu

Vika 4 – við lítum á streitukerfið og hvernig við vinnum með það samhliða mataræðisbreytingum

Fjögur þrep: Tökum út – bætum inn – styrkjum – styðjum

Innifalið:

 • kynningarnámskeið
 • fjögurra vikna netnámskeið
 • fyrirlestrar og verkefni á netskólanum
 • facebook samfélagið
 • spurningar og svör einu sinni í viku með Hildi
 • auka viku aðgangur að efni eftir námskeið til að vinna upp

Heilsusaga Hildar

Allt mitt líf hef ég þurft að takast á við mikil heilsufarsvandamál sem hafa stöðugt þróast til verri vegar í gegnum árin. Fyrir örfáum árum síðan var ástand mitt orðið svo slæmt að ég gat eingöngu staðið upprétt í um 2 klukkustundir á dag. Ég var með stöðuga verki, enga orku, svaf illa og þjáðist af langvarandi mígreni.

Ég hef verið að safna á mig sjúkdómsgreiningum allt mitt líf, þ.m.t. er liðagigt, slitgigt, meltingarsjúkdómar, vefjagigt, krónískt mígreni, lágur blóðþrýstingur, skjaldkirtilssjúkdómur og svona má lengi telja.

Fyrir um 3 árum fékk ég nóg. Ég neitaði að vera fórnarlamb “ólæknandi” sjúkdóma og sór þess eið að finna leið til að öðlast aftur líf mitt.

6 mánuðum síðar var ég laus við öll lyf og laus við nær öll einkennin sem höfðu stjórnað lífi mínu fram að því.

Markmið mitt er að aðstoða eins marga og ég get að feta sömu braut og ég hef farið og vonandi hjálpa þeim að ná sambærilegum árangri og ég hef náð.

Algengar spurningar og svör:

Við höfum ekki ákveðið dagsetningu fyrir næsta 4 vikna námskeið. Ef að þú skráir þig á biðlistann okkar, þá sendum við þér skilaboð um leið og við tilkynnum um ný námskeið.

Prógrammið er ansi stíft því við verðum að breyta miklu til að gefa líkamanum færi á að virkja heilunarferlið. Þegar fólk er farið að finna fyrir bættri líðan, minnkandi einkennum og jafnvel orðið einkennalaust, förum við hægt og rólega að taka aftur inn ákveðna fæðuflokka í mataræðið.

Á tveimur til þremur vikum er fólk yfirleitt farið að upplifa jákvæðar breytingar á meltingarkerfinu og það er grunnur að því að önnur kerfi líkamans fari að byggjast upp og heilast. En það er mjög misjafnt hvað uppbyggingartímabilið er langt hjá hverjum og einum og fer eftir hversu veikt fólk er orðið og hversu langt fólk er leitt af áskorunum sínum.
Ef þú hefur netsamband þar sem þú ert geturðu fylgst með að fullu á þeim tíma sem þér hentar.

Námskeiðið stendur yfir í 4 vikur og aðgangur að námsgögnum varir í viku í viðbót. Kjósi fólk að fara á framhaldsnámskeið hjá Hildi eftir það mun það hafa áfram aðgang að öllu efni frá grunnnámskeiðinu.

Alls ekki, en námskeiðið gengur líka fyrir fólk sem er vegan. Ekki hugsað eingöngu fyrir grænkera.
Fólk getur búist við að finna fyrir afeitrunareinkennum fyrstu 1-2 vikurnar en það er mjög misjafnt hjá fólki. Sumir finna engin einkenni en aðrir finna flensueinkenni, jafnvel hita, höfuðverki og beinverki. Eins geta einkenni sem fólk er þegar með aukist eitthvað til að byrja með, áður en þau fara að minnka.
Ef fólk vill senda inn spurningar sem þau vilja ekki að komi fram undir nafni, þá getur það sent Hildi spurningarnar persónulega og hún svarar þeim þá nafnlaust í útsendingunum. Hægt er að panta einkatíma hjá Hildi ef fólk hefur þörf fyrir aukinn stuðning.

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi námskeiðið, sendið þá endilega póst á info@heilsubankinn.is og við munum svara ykkur eins fljótt og auðið er.

Ég hlakka til að sjá þig á námskeiðinu. ❤️

Heilsuefling Hildar

12 Vikna Netnámskeið - Framhaldsnámskeið

Eftir skráningu þá sendum við þér staðfestingarpóst þar sem þú þarft að staðfesta skráninguna. Það er gott að athuga hvort pósturinn hafi ekki örugglega lent í innhólfinu en ekki í spam möppu hjá þér.

Við skráningu verður þér bætt á póstlistann hjá Hildi og þú munt fá sendingar af og til með upplýsingum um það helsta sem er á döfinni hjá Hildur.Online og Heilsubankanum. Þú getur afskráð þig af póstlistanum hvenær sem er, þú gerir það með því að velja "afskrá" neðst í póstunum. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu okkar.

Eftir skráningu þá sendum við þér staðfestingarpóst þar sem þú þarft að staðfesta skráninguna. Það er gott að athuga hvort pósturinn hafi ekki örugglega lent í innhólfinu en ekki í spam möppu hjá þér.

Við skráningu verður þér bætt á póstlistann hjá Hildi og þú munt fá sendingar af og til með upplýsingum um það helsta sem er á döfinni hjá Hildur.Online og Heilsubankanum. Þú getur afskráð þig af póstlistanum hvenær sem er, þú gerir það með því að velja “afskrá” neðst í póstunum. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu okkar.

Heilsuefling Hildar

2ja Tíma Netnámskeið – Kynningarnámskeið

14.05.2020 klukkan 20:00

Eftir skráningu þá sendum við þér staðfestingarpóst þar sem þú þarft að staðfesta skráninguna. Það er gott að athuga hvort pósturinn hafi ekki örugglega lent í innhólfinu en ekki í spam möppu hjá þér.

Við skráningu verður þér bætt á póstlistann hjá Hildi og þú munt fá sendingar af og til með upplýsingum um það helsta sem er á döfinni hjá Hildur.Online og Heilsubankanum.
Þú getur afskráð þig af póstlistanum hvenær sem er, þú gerir það með því að velja “afskrá” neðst í póstunum. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu okkar.

Eftir skráningu þá sendum við þér staðfestingarpóst þar sem þú þarft að staðfesta skráninguna. Það er gott að athuga hvort pósturinn hafi ekki örugglega lent í innhólfinu en ekki í spam möppu hjá þér.

Við skráningu verður þér bætt á póstlistann hjá Hildi og þú munt fá sendingar af og til með upplýsingum um það helsta sem er á döfinni hjá Hildur.Online og Heilsubankanum. Þú getur afskráð þig af póstlistanum hvenær sem er, þú gerir það með því að velja “afskrá” neðst í póstunum. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu okkar.