Heilsa

„Hummum” öndunarveginn hreinan

Það að humma, raula í hljóði, hressan lagstúf hefur góð áhrif á sálartetrið, hjartað okkar og getur einnig hjálpað öndunarveginum, í gegnum nefið, að haldast hreinum og sýkingarlausum.

Þetta kemur fram í skýrslu frá Karolinska Hospital í Svíþjóð. Dr. Eddie Weitzberg og Jon O.N. Lundberg uppgötvuðu það að með því að láta fólk humma, þá andaði það mun meira lofti í gegnum nasirnar, en ef andað væri venjulega. Það leiddi til minni áhættu á að fólk fengi ennis- og kinnholubólgur ef það hummaði oft og reglulega.

Rannsakendurnir mældu hve miklu „Hummararnir” önduðu frá sér með því að mæla nitric oxide, gastegund sem að myndast í lungum og nefgöngum, í útöndun þeirra. Nitric oxide víkkar æðar og hleypir því súrefnisríku blóðflæði auðveldar í gegn. Samkvæmt skýrslunni, sem að birtist í The American Journal of Respiratory and Critical Care Medicine, er magn nitric oxide í útöndun góð vísbending um hve miklu lofti fólk andar frá sér í gegnum nefið.

Weitzberg og Lundberg fundu það út að þeir sem að hummuðu önduðu frá sér 15 sinnum meira af nitric oxide, en þeir sem að önduðu hljóðlega frá sér. Því virðist ljóst að þeir sem að humma auka magn nitric oxide í útöndun sinni sem fer í gegnum ennis- og kinnholugangana. Að auki virðist hummið greiða fyrir loftskiptum frá ennis- og kinnholugöngum til nefgangna. Það hjálpar til við að halda ennis- og kinnholugöngum hreinum og vernda fyrir sýkingum.

Weitzberg og Lundberg tóku sérstaklega fram mögulega góð áhrif, þess að humma, á sýkingar og bólgur í ennis- og kinnholum. Allar niðurstöður rannsóknarinnar bentu til kosti þess að humma og aukið loftstreymi um loftgangana sem héldu þeim hreinni en ella.

Leggja þarf í frekari rannsóknir á þessu og rannsaka hvort að þeir sem gjarnir eru að fá sýkingar og bólgur í ennis- og kinnholur gætu hugsanlega hjálpað sér sjálfir, án lyfja, með því að humma sína uppáhaldsslagara daginn út og inn. Það væri allavega skemmtilegri aðferð og myndi eflaust létta lund margra í slíku ástandi.

Previous post

Ísbreiðan horfin eftir 10 ár?

Next post

Að halda húðinni fallegri