Heilsa

Hvað liggur á bakvið „kortisól detox“? Og hvers vegna ég geri hlutina öðruvísi

Undanfarið hef ég séð mörg prógrömm skjóta upp kollinum sem lofa „kortisól detoxi“. Þeim er oft beint að fólki sem glímir við þyngdaraukningu, lélegan svefn, litla orku eða skapsveiflur.

Hugmyndin er aðlaðandi, ekki satt? Að þú getir einhvern veginn skolað út streituhormónunum þínum, endurstillt kerfið þitt og fundið fyrir jafnvægi aftur.

En hér er málið: Það er ekkert til sem heitir að afeitra þig af kortisóli eins og þessi forrit gefa oft til kynna.

Við skulum tala um hvað er í raun og veru að gerast – og hvers vegna nálgunin sem ég tek er bæði mildari og sjálfbærari.


🧠 Í fyrsta lagi hvað er kortisól?

Kortisól er hormón sem framleitt er af nýrnahettunum sem viðbragð við streitu. Það gegnir mikilvægu hlutverki við að halda þér vakandi, stjórna blóðsykri, draga úr bólgum og stjórna svefn-vöku hringrásinni.

Vandamálið er ekki kortisólið sjálft.
Vandamálið er þegar líkaminn þinn er fastur í “streituham” of lengi – með langvarandi hækkað kortisólmagn sem truflar svefn, meltingu, skap og jafnvel efnaskipti.


🧃 Svo hvað bjóða „kortisól detox“ prógrömm?

Flest þeirra innihalda blöndu af lífsstílsbreytingum sem eru reyndar oft mjög hjálplegar, eins og:

✅ Að draga úr sykri, koffíni og áfengi
✅ Borða meira bólgueyðandi matvæli
✅ Að fá meiri svefn og hvíld
✅ Nota róandi aðferðir eins og öndun, jóga eða hugleiðslu
✅ Styðja taugakerfið með bætiefnum eins og magnesíumi og öðrum  adaptogenum
✅ og þau standa yfir í 5 til 30 daga

Hljómar allt mjög vel. Þessi verkfæri eru ekki skaðleg – í raun eru mörg þeirra að hluta mjög í takt við það sem ég kenni.


🚨 En hér er málið…

Þessi prógrömm koma oft fram sem einhver skyndilausn – skammtíma endurstilling sem á að leysa rótgróin vandamál af völdum langvarandi streitu, krónískum bólgum, hormónaójafnvægis eða truflunum á meltingarstafsemi.

Þau leggja áherslu á einkennastjórnun, en fjalla sjaldan um undirliggjandi ójafnvægi sem veldur því að kortisól hækkar til að byrja með.

Og þegar fólk fær ekki fyrirheitnar niðurstöður eftir 7 daga eða 21 dag, missir það móðinn. 

En það er engin ástæða til að örvænta.
Líkaminn þinn er að biðja um umönnun og alúð, ekki stjórn og skyndilausnir.


🌿 Svona nálgast ég þetta á annan hátt

Á prógramminu  mínu eltum við ekki bara einkenni eða tölum um „afeitrun“ á hormónum.
Við sköpum skilyrði fyrir djúpt og varanlegt jafnvægi – innan frá og út.

💛 Við róum taugakerfið á varfærin hátt, smám saman
💛 Við drögum úr bólgum með nærandi mat og lífsstílsbreytingum
💛 Við endurheimtum svefn og styðjum náttúrulegan takt líkamans
💛 Við tökum á blóðsykrinum, komum jafnvægi á meltingu og eflum ónæmisstarfsemina – við einblínum ekki bara á þyngd eða úthald.  Jákvæðar breytingar á þeim þáttum eru afleiðing af vinnu við undirliggjandi þætti.
💛 Og síðast en ekki síst, við endurbyggjum traust á líkama okkar


Þetta er ekki detox.

Þetta er heilunarvegferð.

Og þetta er ekki einhver skammtíma flýtimeðferð.

Vegna þess að þegar líkami þinn hefur verið fastur í varnarham í mörg ár, þá er það sem hann þarfnast, ekki enn ein skyndilausnin….

…hann þarfnast öryggis, næringar og stöðugs stuðnings.

Það er það sem við gerum á prógramminu mínu.
Og það er þannig sem svo margir af nemendum  mínum hafa fundið leiðina aftur til skýrleika, úthalds og vellíðunar – eitt stutt styðjandi skref í einu.

Previous post

Var komin með sjálfsvígshugsanir og fannst hún byrði á fjölskyldunni

Next post

This is the most recent story.