MataræðiÝmis ráð

Fosfórsýra í gosi

Samkvæmt skýrslu sem birtist í The Academy of General Dentistry um mánaðarmótin mars/apríl er það fosfórsýran í gosdrykkjunum sem fer einna verst með tennurnar. Fosfórsýran eyðir glerungi tannanna og þarf lítið magn til.

Sykurinn í gosdrykkjunum hefur oftast verið nefndur sem orsakavaldur, en glerungurinn eyðist hratt hjá þeim sem að drekka mikið af gosdrykkjum og á það einnig við þá sem að drekka sykurlausa gosdrykki.

Tannlæknirinn Kenton Ross, segir alla gosdrykki fara illa með tannheilsuna, einnig segir hann sína skjólstæðinga yfirleitt verða agndofa þegar að hann sýnir þeim fram á innihald gosdrykkjanna. Hann segir marga gosdrykki innihalda 9-12 teskeiðar af sykri og að enn verra sé, tannanna vegna, að sýrumagn gosdrykkjanna geti nálgast sýrumagn rafhlaðna.

Gosdrykkir eru blandaðir með fosfórsýru vegna bragðkeims sem að hún gefur. Svipaður bragðkeimur finnst í engifer og í sítrónum. Fosfórsýra er auðfáanleg og ekki dýr og því víða notuð. Hún er notuð í ýmsa gróðuráburði, þvotta- og hreinsiefni, t.d. í verksmiðjuhreinsanir. Fosfórsýra er einnig notuð á skipasmíðastöðvum til að fjarlæga ryð af t.d. flutningaskipum. (Sjá einnig grein um vatn eða kók.)

Drykkja á þessum sýrudrykkjum skemmir ekki einungis glerung tannanna, heldur er hún einnig mjög skaðleg heilsu beinanna og getur valdir beinrýrnun í líkamanum.

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttur, greinin birtist fyrst á vefnum í apríl 2007

Previous post

Tedrykkja vinnur á streitu

Next post

Diet drykkir, góðir eða slæmir?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *