MataræðiÝmis ráð

Diet drykkir, góðir eða slæmir?

Diet drykkir geta leitt til aukakílóa og fara einnig mjög illa með tennurnar. Milljónir um allan heim telja sig vera að drekka hollara gos, ef að þau drekka diet drykki með sætuefnum, í stað þeirra sem innihalda sykur.

Diet drykkirnir innihalda færri hitaeiningar, en eru aftur á móti ekkert hollari en aðrir gosdrykkir. Samkvæmt nýlegum rannsóknum gætu þeir allt eins talist óhollari en þeir hefðbundnu. Gervisykurinn í gosdrykkjunum örvar matarlystina og hvetur til löngunar í sætan bita.

Það getur leitt til þess að þeir sem drekka diet drykkina, bæti frekar á sig aukakílóum, en ef að þeir hefðu drukkið hefðbundna gosið, þar sem sykurinn í drykknum hefði annars getað slökkt á sykurlönguninni. Aftur á móti er sá í meiri hættu að fá sér eitthvað sætt með drykknum ef um er að ræða gervisykurdrykk, bæði vegna þess hvernig líkaminn kallar á sykur eftir að honum hefur verið gefin boð um að sykur sé að koma í líkamann, en enginn kemur og eins vegna hugarástands þess sem diet drykkinn drekkur. Hann telur sig „eiga inni” hitaeiningar þar sem að færri slíkar eru í diet drykknum og leyfir sér því frekar að narta með.

Jafnvel þó að enginn sykur sé í diet drykkjum, fara þeir álíka illa með tennurnar vegna innihalds þeirra á fosfór- og sítrussýru, sem að eyða upp glerungi tannanna. (sjá Fosfórsýra í gosi)

Diet drykkir innhalda oftast tvær eða fleiri tegundir gervisykurs, sem að gætu t.d. staðið svona í innihaldslýsingu: acesulphame potassium (950), aspartame (951), cyclamate (952), saccharin (954) and sucralose (955).

Best er auðvitað að sleppa gosinu og drekka vatn í staðinn, 6-10 glös á dag.

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir 

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Fosfórsýra í gosi

Next post

Bláber eru góð fyrir ristilinn

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *