MataræðiÝmis ráð

Bláber eru góð fyrir ristilinn

Náttúrulega andoxunarefnið, pterostilbene, í bláberjum getur dregið úr áhættunni á þróun kabbameins í ristli. Dr. Bandaru S. Reddy, líffræðingur í Rutgers háskólanum í New Jersey, segir að allir ættu að bæta berjum í mataræði sitt og þá sérstaklega bláberjum.

Andoxunarefnið pterostilbene, er mjög svipað andoxunarefninu resveratrol, sem að finnst í vínberjum og rauðvíni. Það finnst einnig í vínberjum, en er í mun meira mæli í bláberjum.

Dr. Reddy og hans teymi, gerðu rannsóknir á rottum og sýndu niðurstöðurnar við lok rannsóknarinnar, fram á að 57% minni þróun varð á ristilkrabbameini hjá þeim rottum sem að höfðu fengið fæði, bætt með pterostilbene. Einnig voru færri tilvik um bólgur í ristli hjá þeim sem fengu pterostilbenebætt mataræði, en ristilbólgur geta oft leitt til ristilkrabbameins.

Ristilkrabbamein getur verið arfgengt og spilar lífsstíll ekki síður stórt hlutverk, reykingar, hreyfingarleysi og mataræði geta spilað stóra rullu. Mataræði sem inniheldur mikið af kjöti og mettaða fitu og lítið af ávöxtum og grænmeti getur hækkað áhættuprósentuna til muna. Einnig hefur pterostilbene reynst vel til lækkunar kólesteróls.

Niðurstaðan er því skýr segir Dr. Reddy, með því að bæta mataræðið og borða bláber, helst daglega, er hægt að draga verulega úr líkum á ristilkrabbameini.

Sjá: Frábær morgunmatur (uppfullur af bláberjum)

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir

Previous post

Diet drykkir, góðir eða slæmir?

Next post

Grænt te gott gegn sjálfsónæmi

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *