MataræðiÝmis ráð

Áhrif gosdrykkju

Hvað gerist í líkamanum þínum klukkustund eftir að þú drekkur kók?

Viltu halda heilbrigði þínu? Þá ættirðu að renna augunum yfir þessa grein. Gosneysla er slæm heilsunni á svo marga vegu að vísindamenn geta ekki einu sinni talið upp allar afleiðingar hennar.

Þetta er það sem gerist í líkamanum þínum þegar þú misbýður honum með kóki:

  • Á innan við 10 mínútum tekur líkaminn inn um 10 teskeiðar af sykri. Þetta er 100% af ráðlögðum dagsskammti. Eina ástæða þess að þú kastar ekki upp vegna yfirgnæfandi sætubragðs er að fosfórsýra deyfir bragðið.
  • Á innan við 20 mínútum nær blóðsykurinn hámarki og lifrin bregst við insúlínsprengjunni með því að breyta stórum skömmtum af sykri í fitu.
  • Á innan við 40 mínútum, er inntöku koffíns í líkamann lokið. Augasteinarnir þenjast út, blóðþrýstingur þinn hækkar og lifrin í þér dælir meiri sykri inn í blóðrásina.
  • Eftir um 45 mínútur hefur líkaminn framleiðslu dópamíns en það örvar gleðistöðvar heilans. Sem eru reyndar sömu áhrif og heróin hefur á líkamann.
  • Eftir 60 mínútur ferðu að fá sykursjokk.

Það er umhugsunarefni það gríðarlega magn sem selst hér á landi af gosdrykkjum á ári. Helsta vandamál varðandi næringu ungmenna er hvað þau innbyrgða mikið af þessum drykkjum daglega og hefur það margvísleg heilsufarsleg vandamál.

Síðan árið 2005 er helsti orkugjafi í mataræði Bandaríkjamanna gos en það tók við af hvítu brauði. Talið er að hver Bandaríkjamaður drekki að meðaltali 225 lítra af gosi árlega. Það er umhugsunarvert að hver dós af gosi inniheldur um 10 teskeiðar af sykri, 150 hitaeiningar, 30-55 mg af koffíni og er uppfull af aukaefnum.

Helstu innihaldsefni í gosi eru:

Fosfórsýra sem getur dregið úr upptöku líkamans á kalki og valdið beinþynningu og mýkt upp tennur og bein.

Sykur sem eykur insúlínstyrk blóðsins. Það eykur hættu á hærri blóðþrýstingi, háu kólestróli, hjartasjúkdómum, sykursýki, þyngdaraukningu, ótímabærri öldrun og getur haft fjölmargar aðrar afleiðingar.

Aspartame sem er notað sem sætuefni í sykurskertu gosi. Neysla þess getur haft fjölmargar aukaverkanir, svo sem heilaæxli, fæðingarskaða, sykursýki, geðræn vandamál og flogaköst svo fátt eitt sé nefnt.

Koffín sem veldur skjálfta, svefnleysi, háum blóðþrýstingi, óreglulegum hjartslætti, hækkun á kólestróli í blóði, vannýtingu á vítamínum, æxli í brjóstum og jafnvel krabbameini.

Auk þess er vitað að neysla einnar goseiningar á hverjum degi eykur líkur á sykursýki um 85%. Það er einnig þekkt að þeir sem drekka gos að jafnaði eru líklegri til að fá krabbamein og að ákveðin efni í gosi geta valdið breytingum á erfðaefninu DNA. Þær breytingar geta orsakað skorpulifur og Parkinson sjúkdóminn.

Mikil tengsl eru á milli gosdrykkju og offitu og þá ekki síst offitu barna. Rannsóknir hafa sýnt að dagleg neysla gosdrykkja hjá 12 ára börnum eykur líkurnar á offitu um 60% .

Það er auðvelt að verða háður gosi þar sem sykur er álitinn meira ávanabindandi en heróín. Að hætta gosneyslu er stórt skerf í átt að heilsusamlegra líferni, en viljirðu enn drekka kolsýrða drykki er alltaf hægt að bæta sítrónu- eða limesafa út í sódavatn.

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir
Þessi grein birtis fyrst á vefnum 21. janúar 2008

Previous post

Vangaveltur um hráfæði

Next post

Heitasta heilsuhráefnið 2008

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *