MataræðiÝmis ráð

Hvernig skal meðhöndla grænmeti

Þvoið alltaf hendur vandlega áður en matvæli eru meðhöndluð. Illa þvegnar hendur geta borið með sér alls konar örverur og jafnvel valdið sjúkdómum. Ef sár eru á höndum er gott að nota t.d. latexhanska.

Veljið ferskt hráefni. Ferskt grænmeti hefur ferskan, eðlilegan lit og er safaríkt.

Hreinsið allt grænmeti vandlega. Takið frá visnuð blöð og skerið burt skemmdir og trénaða hluta.

Mikilvægt er að skola allt grænmeti vandlega. Grænmeti er oft ræktað í náinni snertingu við lífrænan úrgang og því oft lífleg flóra af örverum sem getur borist í matinn, ef ekki er vel skolað.

Nota skal sér skurðarbretti fyrir grænmetið og tryggja að öll áhöld sem notuð eru séu hrein. Krossmengun úr hráum vörum í salat sem neyta á án hitunar getur haft alvarlegar afleiðingar.

Skorið grænmeti skal geyma í lokuðu íláti við 0-4°C. Ef geyma þarf grænmetið fyrir neyslu verður það að vera í lokuðu íláti til að tryggja ferskleika þess og koma í veg fyrir mengun. Gott er að klæða ílátið með eldhúspappír, það dregur úr raka og grænmetið helst lengur ferskt. Skipta skal um eldhúspappír daglega og lofttæma ílátið þegar því er lokað.

Geymsluþol takmarkast við niðurskurð. Við það að skera grænmetið verður það viðkvæmara fyrir ágangi umhverfisáhrifa og örvera. Ýmis ensím sem grænmetið inniheldur frá náttúrunnar hendi, byrja að brjóta það niður og örverur eiga greiðari leið að næringarríkum vefjum grænmetisins og það skemmist því mun fyrr en ella. Tínið alltaf úr og hendið, þeim hlutum sem að eru byrjaðir að trénast og slappast.

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir 

Previous post

Góð eða slæm kolvetni

Next post

Hráfæði

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *