JurtirMataræði

Chia fræ – litlir risar!

Það má segja að þessi litlu krúttlegu fræ hafi lagt heiminn að fótum sér, slíkar eru vinsældir Chia. Enda eru þau alveg mögnuð, ótrúlega rík af næringarefnum og eru því talin til fæðu sem fellur í svokallaðan ofurfæðu flokk. Saga chia fræsins nær allt aftur til 3500 F.K. og eru þau talin hafa verið mikilvægur hluti af fæðu Maya og Azteca.

Chia fræin er mjög próteinrík og innihalda allt að 30 gr af próteini í hverjum 100 gr sem er meira en er að finna í kjúklingabringu eða lambalæri! Það eru því tilvalið að bæta þeim út í orkudrykki , brauð og grauta til að auka próteininnihald máltíðarinnar.

Chia fræin eru einnig mjög rík af lífsnauðsynlegum omega 3 og omega 6 fitusýrum. Þau eru ríkasta uppspretta omega 3 sem völ er á í jurtaríkinu og myndu því teljast sérlega  góð fyrir einstaklinga með bólgusjúkdóma, þar sem omega 3 myndar  bólgueiðandi efni í líkamanum.

Yfirleitt skemmast omega fitusýrur við eldun en í chia fræjunum virðast þær þó ekki skemmast, sökum þess að fitusýrurnar eru bundnar andoxunarríkum trefjum fræsins. Þó er enn betra að nota chia fræ í hráu formi.

Þessir litlu næringarrisar eru mjög ríkir af kalki, járni, magnesíum og fosfór og eru einnig stútfullir af trefjum.

Líkaminn þarf á andoxunarefnum að halda til að viðhalda eðlilegri íkamsstarfsemi og æskuljóma. Chia fræ eru mjög rík af andoxunarefnum og stuðla því að heilbrigði hverrar einustu frumu líkamans.

Chia fræin eru einstaklega blóðsykursjafnandi sökum hás innihalds  próteins, trefja og fitusýra og stuðla því að betra blóðsykursjafnvægi.

Þau geta allt að 12 faldað þyngd sína ef þau eru látin liggja í vatni í dálitla stund, þau bólgna út og eru mjög seðjandi og gefa góða seddutilfinningu.

Fræin eru mjög bragðlítil og yfirgnæfa því ekki  bragð af öðru hráefni í réttum, virðast frekar ýta undir bragð annarra fæðutegunda. Þau halda matnum líka lengur ferskum. Það er upplagt að skella chia fræjum saman við morgungrautinn (ég set þau útí eftir suðu og læt standa smá stund) eða útí morgundrykkinn, yfir salatið og bara út á flesta rétti.

Höfundur: Inga Kristjánsdóttir

Previous post

Stevía

Next post

Spíruð spergilkálsfræ

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *