MataræðiÝmis ráð

Koffín – hver eru áhrif þess á líkama okkar og heilsu

Vinsældir á koffíndrykkjum hafa leitt til þess að fólk sniðgengur þá vitneskju og upplýsingar, sem að það hefur um hve koffín er óvinveitt heilsunni. Upplýsingarnar um koffín eru allar í sömu áttina og erfitt er að reyna að halda öðru fram, en að þetta ávanabindandi efni, geti virkilega skaðað starfsemi líkamans.

Koffín getur dregið verulega úr upptöku vítamína og steinefna úr fæðunni. Járn og kalk eru í sérstakri hættu, en bæði þessi efni eru konum sérstaklega mikilvæg. Blóðleysi og beinþynning eru algengari hjá konum sem að neyta koffíns reglulega.

Koffín getur aukið sýrumyndun í maganum og því er mikilvægt fyrir einstaklinga með magabólgur og magasár að drekka alls ekki kaffi eða aðra koffíndrykki. Niðurgangur er algengur hjá þeim sem að ofnota koffíndrykki.

Koffín getur aukið blóðþrýsting, getur valdið hjartsláttartruflunum og getur aukið kólestrólmagn í blóði.

Koffín getur aukið kalktap úr þvagi, sem getur leitt til myndunar nýrnasteina.

Koffín getur haft áhrif á blóðsykurmagn líkamans, því er ráðlegt fyrir þá sem að hafa blóðsykurójafnvægi, að forðast koffíndrykki.

Koffín getur haft slæm áhrif á miðtaugakerfi líkamans. Algengar aukaverkanir vegna koffíns eru kvíði, pirringur og svefnleysi.

Algengt er að fólk upplifi mikla höfuðverki þegar að dregið er úr neyslu, kaffis eða annarra koffíndrykkja. Þetta undirstrikar það að koffín er ávanabindandi eiturefni og líkaminn bregst við, þegar hann fær ekki sinn skammt, með þessum fráhvarfseinkennum.

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Grænt te lengir lífaldurinn

Next post

Sólber og blöðrubólga

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *