Heilsa

Það er hollt að gefa blóð

Það að gefa blóð getur ekki einungis bjargað mannslífum, það hefur líka góð áhrif á þína eigin heilsu og hjarta. Blóðgjöf getur hjálpað líkamanum að halda jafnvægi á járnbúskap sínum og styrkir hringrás blóðstreymis í líkamanum.

Karlmenn eru gjarnari til að safna upp of miklu járni í líkamanum og því enn mikilvægara fyrir þá, að gefa blóð til að vernda hjarta sitt og heilsu. Þeir ættu að gefa blóð árlega og allt upp að 6 sinnum yfir árið, eða eftir járnuppsöfnun líkamans. Mikilvægt er að láta mæla járnbúskapinn reglulega.

Rúmlega 1200 manns, konur og karlar á aldrinum 43 til 87 ára, voru rannsökuð yfir 6 ára tímabil. Öll glímdu þau við sama æðavandamál, sem að lýsti sér í minna blóðflæði til útlima. Þeim var skipt upp í tvo hópa og var dregið blóð frá öllum í öðrum hópnum á 6 mánaða fresti, til að draga úr járnuppsöfnun þeirra.

Þegar litið var yfir heildarniðurstöðurnar í lok rannsóknarinnar, kom í ljós að enginn sérstakur munur var á blóðflæði á milli hópanna tveggja. En þegar að niðurstöðunum var skipt upp eftir aldri þátttakenda kom í ljós að hjá yngra fólkinu, þ.e. frá 43 til 61 árs, voru færri dauðsföll, færri hjartaáföll og heilablóðföll í þeim hópi sem reglulega fór í blóðtöku.

Blóðbankinn fagnar öllum nýjum blóðgjöfum, það er alltaf þörf og mikilvægt fyrir alla landsmenn að innistaða sé alltaf í góðum plús í bankanum. Til að gefa blóð þarftu að vera orðinn 18 ára, vera yfir 50 kg., heilsuhraust/ur og lyfjalaus.

Inná vefsíðu blóðbankans http://www.blodbankinn.is/ er að finna allar upplýsingar um hvar og hvernig hægt er að gefa blóð og einnig allt um ferðir Blóðbankabílsins, sem að fyrirtæki ættu svo sannarlega að íhuga að nýta sér fyrir starfsmenn sína.

Styrktu þína eigin heilsu og bjargaðu mannslífi um leið – Gefðu blóð.

Previous post

Ýmsir húðkvillar

Next post

Hvítkál

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.