MataræðiÝmis ráð

Undur hráfæðis

Hundruð þúsundir manna eru lifandi sönnun þess að umskipti yfir í hráfæði er það besta sem hefur hent það í lífinu. Vitnisburðir sýna aftur og aftur að það að borða hráfæði vinnur bug á alls kyns heilsuvandamálum og eykur orkuna eða eins og kona á fimmtugsaldri orðaði það; ” Það væri ekki satt að segja að mér liði eins vel og tvítugri, mér leið aldrei svona vel þegar ég var tvítug.”

Einn af fylgisfiskum þess að borða hráfæði er að líkaminn fær ótrúlega mikla aukna orku, geðheilbrigði eykst og líkaminn fær meiri styrk og úthald. Margir íþróttamenn hafa valið að borða hráfæði þar á meðal keppendur í íþróttum eins og maraþoni og erfiðum þrautaíþróttum og hafa m.a. krækt sér í heimsmeistaratitla.

En það er ekki aðeins líkamleg vellíðan sem eykst, heldur hefur hráfæði einnig mjög góð andleg áhrif. Fólk sem borðar hráfæði talar um aukið sjálfstraust, þunglyndi og kvíði minnkar og hugrekki og gleði eykst.

 

Hvað er þá hráfæði? Hvað er svona sérstakt við það?

Hráfæði er nákvæmlega það sem nafnið gefur til kynna. Matur sem er hrár, ekki eldaður og byggður á grænmetisfæði. Hráfæði er ávextir, grænmeti, hnetur, fræ, korn og sjávargróður. Meðhöndlun á mat er t.d. marinering, súrsun, spírun og þurrkun.

Ensím hafa mikla þýðingu fyrir starfsemi líkamans – fyrir frumur líkamans, heilastarfsemi, öll líffæri og meltinguna. Rannsóknir hafa sýnt að í fullorðnu fólki hafa ensímbirgðirnar minnkað um 70% frá því sem var við fæðingu. Það má velta því fyrir sér, þar sem ensím eru svo mikilvæg fyrir alhliða heilsu, hvort heilsan okkar sé þá aðeins 30%?

Þegar ensímbyrgðirnar þverra minnkar mótstöðuaflið, við finnum fyrir þreytu og orkan minnkar, meltingin fer að verða til vandræða og verkir og kvillar láta á sér kræla. “Þetta er bara af því við erum að eldast,” gætir þú sagt. Nei, það er ekki þess vegna! Það er frekar vegna þess að líkaminn er ekki að starfa eðlilega af því hann skortir eitthvað, einmitt ensímin.

Hvaða tengsl eru svo á milli ensíma og hráfæðis? Jú, nefnilega það að stærsta uppspretta ensíma er í fæðu. Jurtafæði er fullt af krafti, lifandi orku og ensímum. EN, bíddu nú við! Þegar við sjóðum grænmetið þá eyðileggjum við ensímin. Það eru jafnvel tilgátur um að ónæmiskerfið líti á soðinn mat sem óvinveitt efni! Hmmm!

 

Þess vegna hráfæði!

Hvað er svo það besta við hráfæði? Það bragðast alveg ótrúlega vel og maður þarf ekki að finnast að maður sé að missa af neinu. Það er hægt að gera ótrúlega bragðgóða hráa súkkulaðiköku sem er svo holl að maður getur borðað hana algjörlega án nokkurs samviskubits.

Gitte Lassen og Lilja Oddsdóttir,
kennarar við Hráfæðiskólann.

Greining birtist fyrst á vefnum 18. janúar 2008

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Heitasta heilsuhráefnið 2008

Next post

Konfekt

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *