Heilsa

Brjóstamyndataka – er hún góð eða slæm?

Lengi hafa læknar, sem og aðrir, verið á öndverðum meiði með álit sitt á brjóstamyndatökum. Virðist sem hópur þeirra sem ekki er hlynntur þeim, fari ört stækkandi.

Danskur læknir Dr. Peter Gotzsche, varpaði þessari vangaveltu fram í riti sínu, sem birt var í The Lancet í október 2006. “Draga árlegar brjóstamyndatökur úr líkum á dauðsfalli hjá konum vegna brjóstakrabbameins”. Dr. Gotzsche hafði verið að endurkanna upprunalegar rannsóknir sem að gáfu til kynna kosti brjóstamyndatöku, en fannst þær ekki nógu sannfærandi til að standast.

Síðan þá hafa fleiri læknar komið fram sem að ekki telja að svo sé og hvetja ekki til brjóstamyndatöku. Í slíkum myndatökum verður konan fyrir geislun sem, að sumra mati, gæti allt eins aukið líkur konunnar á að þróa brjóstakrabbamein.

Dr. Michael Baum frá University College í London, segir að nýjustu gögn og kannanir sýni fram á að brjóstamyndatökur geri meira ógagn en gagn. Einnig er haft eftir Dr. W.Gifford-Jones, að dauðalíkur kvenna á milli 40 og 49 ára, sem fara reglulega í brjóstamyndatöku, séu tvöfalt meiri, en hjá þeim konum sem ekki fóru í myndatökurnar.

Dr. Gifford-Jones bendir einnig á aðra áhættuþætti, bæði líkamlega og andlega. Þegar brjóstið er klemmt saman fyrir myndatökuna, geta æðar sprungið og valdið því að hugsanlegar krabbameinsfrumur gætu dreifst um líkamann og þar með aukið dauðalíkur. Einnig nefnir hann áfallið sem að konur verða fyrir þegar þær fá jákvæða greiningu um að eitthvað sé að og erfiða tímann sem líður þar til að búið er að taka og rannsaka sýni og það reynist svo neikvætt. Sýnatakan sjálf er svo einnig inngrip sem hefði þá verið sleppt, ef ekki hefði verið myndað.

Þá eru einnig tilfelli sem myndatakan sýnir að allt sé í lagi, en síðar kemur í ljós að svo var ekki. Þar upplifa konurnar falskt öryggi og svo vanlíðan og efasemdir gagnvart tækninni.

Rannsóknir hafa sýnt að brjóstamyndatökur nái ekki að greina krabbameinið í 30% tilvika hjá konum á milli 40 og 49 ára. Einnig að það getur tekið allt að 8 ár fyrir æxlið í brjóstinu að verða nógu stórt til að það greinist í myndatöku. Á þeim árum gæti krabbameinið hafa dreift sér um líkamann.

Þessari stóru spurningu sem við lögðum upp með verður ekki svarað hér og eflaust verður henni ekki svarað alveg á næstunni. Hvort heldur konur fara í brjóstamyndatökur eða ekki, þurfa þær ávallt að hugsa vel um hollt mataræði og heilbrigðan lífsstíl. Það er sá lykill sem að gengur að heilsusamlegu langlífi.

Previous post

Borðum liti

Next post

C vítamín fyrir skurðaðgerð

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *