Heilsa

Borðum liti

Bættu við dökklitum berjum í mataræði þitt.  Nýleg rannsókn hefur leitt það í ljós, að sérlega mikið magn andoxunarefna sé í dökklitum berjum.  Því auki neysla þeirra varnir líkamans til muna.

Öll ber og aðrir litríkir ávextir og grænmeti eru sneysafull af andoxunarefnum.  Þessi efni eru mjög virk og hjálpa líkamanum duglega að verjast gegn umhverfisáhrifum og gegn öldrun.  Þessi sömu efni fyrirfinnast til dæmis í grænu tei, ólífuolíu og dökku súkkulaði.  Þau hjálpa frumunum að halda fullri virkni.

Þessi rannsókn kemur fram í Journal of the Science of Food and Agriculture og svarar einn aðstandandi hennar skemmtilega spurningunni  “Hvernig getur maður nýtt sér gagnsemi þessarra niðurstaðna í baráttu okkar gegn einkennum öldrunar?”.  Svarið er einfalt.  “Borðaðu liti!”  Bættu við þitt reglulega fæði til dæmis, bláberjum, krækiberjum, jarðarberjum, trönuberjum, bláum vínberjum og granateplum.  Því meira sem að maturinn þinn á disknum líkist regnboganum, því betra. 

Ekki eru allir að átta sig á því, hve litríkur matur er hollur fyrir hjartað, segir James Joseph, taugasérfræðingur á Neurosciense Lab, hjá USDA Human Nutrition Research Center on Aging.  Andoxunarefnin verja æðarnar og halda þeim sterkum og sveigjanlegum.  Heilbrigðar æðar eru augljóslega nauðsyn fyrir æðarkerfi hjartans, til að það starfi sem best.  En ekki bara æðakerfi hjartans, heldur líka heilastarfsemina.  Það sem er gott fyrir hjartað, er líka gott fyrir heilann.

Það er þó aldrei svo, að það sé nægjanlegt eitt og sér að við bætum litum í fæðuna okkar öðru hvoru.  Ef að okkur er annt um heilsuna, þarf þetta að verða fastur liður í mataræðinu.  Eins snýst heilsusamlegt líf ekki eingöngu um hollt eða litríkt fæði, heldur einnig um jafnvægi á tilfinningum, skynsömum lífsháttum og líkamlegu sem og andlegu hreysti.

Hreyfing hefur mikil áhrif á starfsemi heilans, líkt og andoxunarefnin gera.  Vísindamenn frá McKnight Brain Institute, hafa fundið sannanir fyrir því að rottur sem að hafa hjól í búrum sínum sýna mun færri öldrunareinkenni í heilastarfseminni, en þær sem að höfðu engin.  Svipaðar niðurstöður hafa sýnt, að heilastarfsemi er mun virkari hjá eldra fólki sem að stundar reglulega hreyfingu, en þeim sem að velja frekar kyrrsetu.

Andlega heilsan styrkist mikið við lestur bóka, krossgáturáðningar, við að tefla eða púsla.  Það að leyfa heilafrumunum að vinna úr slíkum verkefnum er góð líkamsrækt fyrir heilann.   Slík þjálfun gæti jafnvel seinkað eða komið í veg fyrir hrörnunarsjúkdóma eins og t.d. Alzheimer, ekki síður en það að fá góð andoxunarefni í líkamann með skynsömu og heilsusamlegu mataræði.

Vitneskja er til alls fyrst.  Hálfur sigur er unninn þegar að maður veit hvað á að gera.  Við vitum meira og meira, hvað þarf að gera til að halda góðri heilsu.  Næsta skref er að temja sér breytt lífsmunstur í átt að betri líðan.  Ein leiðin til að byrja er að setja regnboga á diskinn sinn og borða liti.

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Borðum ekki beint upp úr umbúðunum

Next post

Brjóstamyndataka - er hún góð eða slæm?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *