MataræðiÝmis ráð

Borðum ekki beint upp úr umbúðunum

Ég rakst á þetta góða ráð á vefsíðu Hreyfingar.

Þar segir að gott sé að skammta sér á disk það sem við ætlum að borða, hvað sem það er og á það líka við um sætindi og snakk.

Það er auðvelt að blekkjast yfir því magni sem við setjum í okkur ef við gleypum í okkur, beint upp úr umbúðunum. Hver kannast ekki við að opna nammipoka og stuttu seinna er hann tómur og maður skilur bara ekkert í hvað það er lítið í þessu.

Eins er með snakkpokana – maður ætlar að fá sér nokkrar flögur og fyrr en varir er pokinn tómur á borðinu.

Frábært ráð að setja slatta á disk og pakka svo snakkinu/sætindunum niður í skúffu. Maður þarf þá allavegana að hugsa sig tvisvar um áður en maður stendur upp til að fá sér aftur á diskinn!!

Previous post

BMI stuðullinn

Next post

Borðum liti

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.