Heilsa

BMI stuðullinn

Nú eftir hátíðarnar eru margir að huga að líkamsþyngd sinni. Gott er að reikna út BMI stuðul sinn og sjá í hversu góðum málum við erum.

BMI stuðullinn stendur fyrir Body Mass Index sem þýðir líkamsþyngdarstuðull. Þessi stuðull mælir þyngd í hlutfalli við hæð og er hann gott viðmið um heildarfitumagn líkamans.

Hafa þarf í huga að vöðvar eru þyngri en fita og getur því stuðullinn ofmetið fitumagn þeirra sem hafa mikinn vöðvamassa og á sama hátt getur hann vanmetið fitumagn þeirra sem hafa sérstaklega lítinn vöðvamassa, eins og t.d. sjúklingar og eldra fólk.

BMI stuðullinn er reiknaður út með því að deila þyngd einstaklings með hæð hans í öðru veldi.

Þyngd / hæð2.

Dæmi: Kona sem er 65 kíló að þyngd og 1,67 m á hæð hefur BMI stuðulinn 23,31 ( 65/1,67­)

Helstu viðmið stuðulsins eru:

  • Ef BMI er undir 18,5 er viðkomandi of létt(ur)
  • Ef BMI er á milli 18,5 og 24,9 er viðkomandi eðlileg(ur)
  • Ef BMI er á milli 25 og 29,9 þá er viðkomandi of þung(ur)
  • Ef BMI er yfir 30 þjáist viðkomandi af offitu

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Blöðruhálskirtilsvandamál

Next post

Borðum ekki beint upp úr umbúðunum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *