JurtirMataræði

Te sem vinnur á móti ofvexti líkamshára hjá konum

Ef konur hafa hátt hlutfall karlhormóna í líkamanum getur það leitt til kvilla sem nefnist hirsutism en það hefur verið þýtt sem ofloðna eða ofhæring á íslensku.

Ofloðna lýsir sér sem hárvöxtur hjá konum á svæðum sem venjulega eingöngu karlar hafa mikinn hárvöxt á, þ.e. á maga, brjósti og í andliti.

Nýlega fundu rannsakendur út í Tyrklandi að Spearmint te getur unnið á móti þessum kvilla. (Spearmint hefur verið þýtt sem Hrokkinmynta á íslensku en oftast er nú bara talað um spearmint og verður það gert hér.)

Tyrknesku rannsakendurnir höfðu heyrt af því að þykkni úr Spearmint plöntu hefði dregið úr kynlífslöngun karlmanna sem bjuggu í bæ í suðvestur Tyrklandi. Möguleg orsök var talin að magn karlhormóna hafði minnkað við neyslu þykknisins.

Rannsakendurnir fengu 21 konu með ofloðnu (hirsutism) sem sjálfboðaliða og var þeim gefið bolli af Spearmint tei tvisvar á dag í fimm daga, á þeim tíma tíðarhrings þeirra þegar eggbúið var að myndast.

Eftir þessa daga mældist marktæk minnkun í magni virks testesteróns í blóðinu og aukning mældist á nokkrum kvenhormónum.

Það mældist hins vegar engin minnkun á heildarmagni testesteróns, sem leiðir líkur að því að testesterónið hafði bundist próteini í blóðrásinni og orðið þannig óvirkt.

Prófessor Mehmet Numan Tamer, sem leiddi rannsóknina, tekur þó fram að nánari athugunar er þörf til að geta alhæft um virkni spearmint í meðhöndlun á ofloðnu.

En rannsóknin bendir til að spearmint getur verið góður náttúrulegur valkostur fyrir konur með væga ofloðnu.

Previous post

Sýrustig líkamans

Next post

Tea Tree Olía

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *