Heilsa

Sýrustig líkamans

Hægt er að mæla sýrustig líkamans og er mælieiningin pH. Þetta pH gildi segir til um hvort líkaminn er súr eða basískur.

Litið er á pH gildið 7,0 sem hlutlaust en það er akkúrat pH gildi vatns. Það þýðir hvorki súrt né basískt. Allt efni sem mælist með pH gildi undir 7,0 er sagt súrt og basískt ef pH gildið er hærra en 7,0.

Sýrustig mannslíkamans ætti að vera á milli 6,0 og 6,8 pH þar sem líkami okkar er örlítið súr í náttúrulegu jafnvægi.

Ef sýrustig líkamans er undir 6,3 pH er hann álitinn súr og ef það er yfir 6,8 pH er hann talinn basískur.

Hægt er að kaupa einföld próf í lyfjaverslunum og heilsubúðum sem mæla sýrustigið. Þetta eru yfirleitt pappírsrenningar sem eru vættir með annaðhvort munnvatni eða þvagi. Liturinn sem kemur fram á pappírnum segir til um pH gildið. Með prófinu fylgir litakvarði sem hægt er að bera saman við til að lesa pH gildið og finna þannig út hvort líkaminn er of súr, í jafnvægi eða of basískur.

Ójafnvægi á sýrustigi líkamans getur ýtt undir sjúkdóma og veikir mótstöðu ónæmiskerfisins.

Hægt er að leiðrétta sýrustig líkamans með réttu mataræði, jurtum og inntöku bætiefna.

Þumalputtareglan til að öðlast og viðhalda sýrustiginu í jafnvægi er að borða 80% basíska eða basamyndandi fæðu og 20% súra eða sýrumyndandi fæðu.

Súrt og basískt mataræði

Previous post

Stuttir lúrar eru góðir fyrir hjartað

Next post

Te sem vinnur á móti ofvexti líkamshára hjá konum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *