Heilsa

Stuttir lúrar eru góðir fyrir hjartað

Nýlega var gerð viðamikil rannsókn, frá The Harvard School of Public Health og The University of Athens Medical School í Grikklandi, um áhrif þess á hjartað, að taka sér lúr um miðjan dag.

Niðurstöðurnar, sem að birtust í febrúarhefti The Archives of Internal Medicine, bentu allar til þess að eftirmiðdagslúrar drægju verulega úr líkum á hjartasjúkdómum, sem að leiddu til dauða, bæði hjá konum og körlum.

Rannsakaðir voru 23.681 einstaklingar sem bjuggu á Grikklandi. Í upphafi rannsóknarinnar voru allir þátttakendur hraustir og enginn hafði einkenni eða sögu um hjartasjúkdóma, né aðra alvarlega sjúkdóma. Meðaltíminn sem að einstaklingunum var fylgt eftir var 6.3 ár.

Sýndu niðurstöðurnar að hjá þeim einstaklingum sem að tóku sér lúr, allavega 3 sinnum í viku, í u.þ.b. 30 mínútur í senn, voru í 37% minni áhættu á að deyja af völdum hjartasjúkdóma en þeir sem að ekki tóku sér lúr um miðjan dag. Þeir sem að tóku sér lúr öðru hvoru, voru í 12% minni áhættu. Sýnilegastur var munurinn hjá hraustum vinnandi karlmönnum og minni hjá þeim sem að ekki unnu eða unnu léttari störf. Munurinn meðal kvennanna var það lítill og dauðsföll það fá að þær niðurstöður voru ekki jafn marktækar og hjá körlunum.

Rannsakendurnir mátu það svo að það að taka lúr, sýni sig sem streitulosun hjá heilbrigðum einstaklingum, þar sem sannað sé að streita hafi, bæði til lengri og skemmri tíma, mikil áhrif á alvarlega hjartasjúkdóma. Það að munurinn væri svo augljós á milli þeirra sem að unnu mikið og erfiða vinnu og hinna sem að minna unnu, endurspegli mismunandi streituþætti og áhrif þeirra á hjartað og hjartasjúkdóma.

Með það í huga að hjartasjúkdómar og dauðsföll af þeirra sökum, eru mun færri í Miðjarðarhafslöndunum og þeim löndum sem að hafa í gegnum aldirnar haft það að venju að taka eftirmiðdagslúr eru skilaboðin skýr. Ef þú getur fengið þér eftirmiðdagslúr, gerðu það þá!!

Previous post

Starfsleyfi í nálastungum

Next post

Sýrustig líkamans

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.