MataræðiÝmis ráð

Grænmeti er gott fyrir heilann

Nýjar rannsóknir sýna að ef borðað er mikið af grænmeti stuðli það að heilbrigðri heilastarfsemi. Ellikelling lætur síður á sér kræla og viðkomandi heldur lengur góðu minni og skarpri hugsun.

Rannsóknin var framkvæmd á tæplega 2000 eldri borgurum í Bandaríkjunum, yfir 6 ára tímabil. Í rannsókninni kom í ljós að þau sem að borðuðu meira en tvo skammta af grænmeti daglega, höfðu mun skýrari hugsun, en þau sem að borðuðu ekkert grænmeti.

Yfir þetta 6 ára tímabil, var í þrígang lagt próf fyrir þátttakendur. Prófið snérist um andlega heilsu þeirra, skammtímaminni mælt og geta til að muna innihald sagna sem að lesnar voru og mynda af kortum.

Þeir sem að borðuðu mikið grænmeti sýndu 40% meiri getu og sýndu niðurstöður þeirra sömu útkomur og vænta mætti frá manneskjum sem væru 5 árum yngri.

Grænt grænmeti eins og spínat kom best út. Sennilega vegna þess hve mikið magn það inniheldur af andoxunarefnum. Grænmeti inniheldur oftast meira af E-vítamínum en ávextir. En þau sem að borðuðu mikið af ávöxtum frekar en grænmeti sýndu ekki jafn góðar niðurstöður.

Hér kemur augljóslega í ljós hve mikið við ávinnum með því að borða grænmeti með öllum mat og einnig bara eitt og sér. Einnig sýndu þessar rannsóknir að þau sem að borðuðu mikið grænmeti, voru þau sömu og voru líkamlega hraustari og hreyfðu sig meira.

Það er ekki að furða hve Stjáni Blái er alltaf ferskur, miðað við allt spínatið sem að hann hefur sturtað í sig yfir ævina.

Höfundur: Guðný Ósk Diðriksdóttir – greinin birtist fyrst á vefnum 28. nóvember 2006

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Drekkur þú nægan vökva?

Next post

Sykur og gosdrykkir

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *