Heilsubankinn Umhverfi
ForsaMatariHreyfingHeimiliUmhverfiMeferir
 

Heilsubankinn er vefur um allt er vikemur heilsu okkar og lfshttum. Honum er tla a stula a aukinni mevitund um holla lfshtti og um lei er honum tla a vera hvatning fyrir flk til a taka aukna byrg eigin lfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem frttamiill, auk ess sem hann er gagnabanki yfir aila sem bja jnustu er fellur a herslum Heilsubankans.

Vi hvetjum ig til a skr ig pstlista Heilsubankans (hr) og sendum vi r frttabrfi okkar tlvupsti ca. tvisvar sinnum mnui. ar koma fram punktar yfir a helsta sem hefur birst sum Heilsubankans, auk tilboa sem eru boi fyrir handhafa Heilsukortsins.

Vi bjum ig velkomin(n) inn vefinn og hlkkum til a sj ig hr sem oftast.

Drukknum ekki rusli! Prenta Rafpstur

Magn úrgangs í heiminum vex stöðugt og erum við hér á landi engin undantekning. Hvert mannsbarn á Íslandi hendir um þrjú hundruð kílóum af úrgangi á hverju ári og þá er ekki talinn úrgangur frá öðru en heimilunum.

Endurvinnsla á úrgangi hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum en þrátt fyrir það hefur ekki tekist að minnka það magn úrgangs sem fer til urðunar. Þ.a.l. hefur úrgangur aukist sem þessu nemur á sama tíma.

Hér á landi er urðun aðalförgunarleið úrgangs. Hins vegar eru auknar áherslur á aðrar förgunarleiðir eins og brennslu, endurnýtingu og endurvinnslu. Það þarf gífurlegt landflæmi undir urðun, auk þess sem mikil mengunarhætta fylgir þeirri aðferð.

Auknar landfyllingar þrengja að úthöfunum sem veldur aukinni flóðahættu til viðbótar við hækkun yfirborðs sjávar vegna gróðurhúsaáhrifa.

Sett hefur verið fram landsáætlun um meðhöndlun úrgangs til að stemma stigum við aukningu úrgangs og er ætlunin að draga markvisst úr myndun úrgangs, auka á endurnýtingu og endurnotkun og minnka á magn úrgangs sem fer til efndanlegrar förgunar.

En það er ekki nóg að hið opinbera setji fram áætlanir og reglur, við hinn almenni borgari þessa lands þurfum að fara að taka aukna ábyrgð á þessum sífellt vaxandi vanda.

Hægt er að draga úr heimilissorpi um allt að 75 prósent. Heimilissorpi má gróflega skipta niður í fjóra meginflokka: matarleifar, umbúðir, pappír og annað. Þrjá fyrstu flokkana má að lang mestu leiti endurnýta og endurvinna og það sama gildir um flest það sem fellur í síðast nefnda flokkinn.

Auk úrgangsins sem fellur til á heimilum tengdum hverju mannsbarni þarf að huga að þeim úrgangi sem fellur til við framleiðslu á þeim vörum sem við notum. Skv. grein eftir Cornelis Aart Meyles, sem birtist í Morgunblaðinu, þá hefur verið reiknað út að til framleiðslu á einum tannbursta þarf allt að 1,5 kíló af aukaefnum og á einum farsíma þarf 75 kíló af aukaefnum og til framleiðslu á einni fartölvu þarf um 1.500 kíló af aukaefnum.

Það er fjölmargt sem við getum gert til að stemma stigum við magni úrgangs. Með því að flokka sorp og fara með í endurvinnslu getum við minnkað sorpmagn allverulega. Við getum safnað saman lífrænum úrgangi til moltugerðar. Við þurfum að vera ábyrgari í innkaupum og versla þannig í takt við nýtingu. Einnig má draga verulega úr magni umbúða með vali á stærri pakkningum og eins að velja ekki vöru sem er jafnvel pakkað inn í þrefaldar umbúðir.

Tökum ábyrgð á okkur sjálfum, umhverfi okkar og jarðkringlunni - verðum meðvitaðri um úrgang þann sem fellur til hjá okkur og gerum ráðstafanir til að draga úr honum.

Nánari upplýsingar um flokkun sorps má finna á vefsíðu Sorpu og góðar ábendingar um hvernig má draga úr því sorpi sem fellur til má finna á vefsíðu Vistverndar í verki.

  Til baka Prenta Senda etta vin
 
Greinar Pistill dagsins Vitl Frttir
Reynslusgur Uppskriftir Fyrirspurnir og bendingar Vandaml og rri
Skrning jnustu- og meferarsur

© 2006 Heilsubankinn - Allur rttur skilinn