Heilsubankinn Heimiliš
ForsķšaMataręšiHreyfingHeimilišUmhverfišMešferšir
 

Heilsubankinn er vefur um allt er viškemur heilsu okkar og lķfshįttum. Honum er ętlaš aš stušla aš aukinni mešvitund um holla lķfshętti og um leiš er honum ętlaš aš vera hvatning fyrir fólk til aš taka aukna įbyrgš į eigin lķfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamišill, auk žess sem hann er gagnabanki yfir ašila sem bjóša žjónustu er fellur aš įherslum Heilsubankans.

Viš hvetjum žig til aš skrį žig į póstlista Heilsubankans (hér) og sendum viš žér žį fréttabréfiš okkar ķ tölvupósti ca. tvisvar sinnum ķ mįnuši. Žar koma fram punktar yfir žaš helsta sem hefur birst į sķšum Heilsubankans, auk tilboša sem eru ķ boši fyrir handhafa Heilsukortsins.

Viš bjóšum žig velkomin(n) inn į vefinn og hlökkum til aš sjį žig hér sem oftast.

Jįkvęšni og betri heilsa Prenta Rafpóstur

Gleði og hamingja, ásamt öðrum jákvæðum tilfinningum, hafa mun meiri áhrif á heilsuna en nokkurn tíma áður hefur verið talið.

Nýleg rannsókn, sýnir að þeir sem að eru hamingjusamir, lífsglaðir og jákvæðir, verði síður veikir en þeir sem að eru meira neikvæðir. Eins sýnir þessi sama rannsókn að þegar jákvæðir einstaklingar verða veikir, upplifa þeir færri og mildari einkenni en hinir neikvæðari.

Lífið er svo miklu skemmtilegra ef að við lifum því jákvæð. Það er alltof stutt til að eyða því í leiðindi og neikvæðni. Vitandi það að veikindi herji síður á líkama þeirra sem að eru jákvæðir, ætti að styrkja enn fremur viljann til að tileinka sér jákvæðni í gegnum lífið.

Donald nokkur Clifton þróaði skemmtilega ímyndarhugleiðingu sem gjarnan er nefnd "kenningin um ausuna og fötuna".

Þessi hugleiðing snýst um að við eigum öll okkar myndrænu, ósýnilegu fötu sem við tökum með okkur hvert sem við förum. Í fötunni geymum við tilfinningar okkar. Fatan fyllist af jákvæðum samskiptum eins og klappi á bakið eða fallegum orðum í okkar garð - oftast litlum hlutum. Okkur líður frábærlega þegar fatan okkar er full, og hörmulega þegar hún er tóm. Því meira sem er í fötunni okkar, því auðveldara verður að deila umframmagninu með öðrum.

Við ímyndum okkur líka ósýnilega ausu sem við getum notað til að fylla fötur annarra - en þegar við fyllum fötur annarra fyllum við einnig á okkar eigin fötu. Þannig dreifum við jákvæðari orku allt í kringum okkur

Donald skrifaði bók um þessa kenningu sína, How Full is Your Bucket? Hún segir frá nokkrum mikilvægum leiðum til að fylla fötuna sína.

Í fyrsta lagi er mikilvægt að koma í veg fyrir að fata manns tæmist með því að spyrja sjálfan sig hvort maður sé að fylla eða tæma fötu annarra. Ertu að gera stöðugt grín að einhverjum? Bendir þú fólki aðeins á það sem það gerir rangt?

Í öðru lagi er gott að beina orkunni og athyglinni að því sem er jákvætt í stað þess að einblína á hið neikvæða. Maður þarf að segja að minnsta kosti fimm jákvæða hluti við fólk áður en maður getur sagt eitthvað neikvætt. Sálfræðingurinn John Gottman komst að því í merkilegri rannsókn að hjónabönd endast ekki ef hlutföllin eru ekki betri en eitt jákvætt á móti einu neikvæðu.

Í þriðja lagi er mikilvægt að eignast bestu vini þar sem þau sambönd leiða til aukinnar ánægju. Segðu fólki í kringum þig að þér þyki vænt um það og hvers vegna. Veittu öðrum stuðning og hvatningu og vertu sá sem það getur leitað til.

Í fjórða lagi er um að gera að gefa óvæntar gjafir, sem geta verið hlutir, traust, virðing, ábyrgð eða hrós. Það að fá óvænta gjöf fyllir fötuna óvæntri orku.

Síðast en ekki síst er mikilvægt að snúa gullnu reglunni við: Að koma fram við aðra eins og þeir vilja að þú komir fram við þá.

Jákvæðar hugsanir geta orðið að venju alveg eins og neikvæðar hugsanir. Þar sem líf okkar allra tvinnast saman er mikilvægt að einblína á hið jákvæða og njóta samskiptanna við annað fólk. Jákvæðni veitir almenna gleði og hamingju. Ásamt því að verja líkama okkar fyrir ágangi flensupesta. Það er svo sannarlega betri kostur að lifa lífinu hamingjusamur og lifandi í gleði og jákvæðni.

  Til baka Prenta Senda žetta į vin
 
Greinar Pistill dagsins Vištöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og įbendingar Vandamįl og śrręši
Skrįning į žjónustu- og mešferšarsķšur

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur įskilinn