MataræðiÝmis ráð

Nokkrir punktar fyrir konur með börn á brjósti

Brjóstamjólkin er unnin úr próteinum þannig að gott er að borða nóg af góðum próteinum eða amínósýrum sem eru undirstaða próteina.

Borðið vel af eggjum, hnetum, möndlum, fræjum og heilu korni. Næringarger er einnig ríkt af góðum amínósýrum og er auðugt af B-vítamínum, og því gott að bæta því við fæðuna.

Móðurmjólkin er nær hin fullkomna fæða en hún getur þó verið lág í C og D vítamíni og járni. Borðið því einnig vel af grænu grænmeti, ávöxtum og takið inn góðar olíur.

Jurtir sem eru góðar fyrir konur með börn á brjósti eru helstar: Alfaalfa, fífill, fennell, elfting og hindber.

Jurtir sem mjólkandi mæður ættu að forðast: Svört valhneta, salvía og vallhumall.

Höfundur: Hildur M Jónsdóttir

Previous post

Einfalt, fljótlegt, hollt og gott í skólatöskuna

Next post

Ofeldun

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *