FæðubótarefniMataræði

Acidophilus

Heitið á fæðubótarefninu Acidophilus hefur ekki verið þýtt almennilega á íslensku en fræðilega heitið er Lactobacillus Acidophilus.

Acidophilusinn er tegund “góðra” baktería eða gerla sem finnast í meltingarvegi okkar og leggöngum kvenna. Gerillinn aðstoðar við meltingu próteina, hann vinnur á móti sveppasýkingu, aðstoðar við minnkun kólesteróls í blóði, styður við meltingu og eykur upptöku næringarefna.

Gerlaflóran í heilbrigðum ristli ætti að innihalda um 85% lactobacilli geril en hins vegar sýna rannsóknir að algengast er að hlutfall hans sé ekki nema um 15 – 20 %. Þetta getur leitt til vindgangs, uppþembu, harðlífis og vannýtingu næringarefna. Þetta umhverfi leiðir til ofvaxtar á candida gersveppnum.

Acidophilus hjálpar til við að takast á við þessi vandamál ásamt breyttu mataræði og lífsstíl.

Hægt er að fá mjólkurlausan Acidophilus og ættu þeir sem eru með mjólkuróþol að huga að því. Einnig er hann talinn betri í að vinna á candida sveppnum.

Gerillinn þolir illa hátt hitastig og ættu töflurnar að geymast í ísskáp.

Takið Acidophilus á fastandi maga á morgnana og klukkustund fyrir kvöldmat.

Gott er að taka Acidophilus ef fólk þarf að fara á fúkkalyfjakúr þar sem fúkkalyfin drepa niður gerlagróðurinn og hleypa þannig mögulega sveppasýkingu af stað. Acidophilusinn ætti ekki að taka á sama tíma og fúkkalyfið. Gætið þess að láta tvær klukkustundir líða á milli þess að taka inn fúkkalyf og Acidophilusinn.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Colostrum

Next post

Melatonín

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *