Heilsa

Augun

Oft er sagt að augun séu gluggar sálarinnar, en þau segja líka til um almennt ástand lífæranna.

Blóðhlaupin augu geta verið afleiðing augnþreytu, almennt mikillar þreytu og óhóflegs magns af alkóhóli.  Litlu blóðæðarnar á yfirborði augans geta stíflast og bólgnað upp.  Einnig geta blóðhlaupin augu bent til skorts á B2 og B6 vítamínum og of litlu próteini í fæðunni.

Til að þetta lagist þarf að passa uppá að fá nægan svefn, draga úr alkóhóldrykkju og eyða minni tíma við tölvuna og sjónvarpið.  Taka B vítamín, mjólkurþystil og auka próteinmagn í fæðunni.

Dökkir baugar koma oftast fram við ónógan svefn, en geta þó verið arfgengir.  Einnig geta þeir vísað til meltingarfæravandamáls,  sérstaklega ristils- og lifrarvandamála.  Einnig gæti verið um fæðuóþol eða mikið harðlífi að ræða.

Pokar undir augunum myndast oft ef að mikið er borðað af salti, einnig ef svefn er ónógur, vegna reykinga og vegna fæðuóþols.  Hjá eldra fólki geta þeir bent til vanhæfs skjaldkirtils eða nýrnavandamála.

Þurr augu og náttblinda getur stafað af A-vítamínskorti.

Draga skal úr saltneyslu, sofa nóg og borða hollt fæði.

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Átraskanir

Next post

Beinþynning