MataræðiVítamín

B vítamín

B Vítamín (complex) eru vatnsleysanleg vítamín og skiptast þau í nokkrar gerðir. Við munum fjalla sérstaklega um hvert og eitt þeirra í sér greinum hér síðar.

B vítamínin byggja upp taugarnar, húðina, augun, hárið, munninn og lifrina. Þess utan hjálpa þau við vöðvauppbyggingu og viðhald heilans. B vítamín koma að orkuframleiðslu líkamans og geta unnið gegn þunglyndi og kvíða.

Það er nauðsynlegt eldra fólki að taka B vítamín markvisst inn, þar sem að það dregur úr upptöku þessara bráðnauðsynlegu vítamína eftir því sem við eldumst. Margt bendir til að B vítamín geti dregið úr áhrifum Alzheimer´s sjúkdómsins.

Það er best að taka öll B vítamínin saman og kallast þau þá oftast B complex, en í sérstökum tilfellum er þó nauðsynlegt að taka aukalega eitthvað ákveðið B vitamin, þegar verið er að vinna gegn einhverjum ákveðnum kvillum. Þar sem B vítamínin vinna saman getur skortur á einu þeirra leitt af sér skort eða ójafnvægi á öðru.

Líkaminn tekur vítamínið frekar upp og nýtir sér þegar það kemur úr fæðu heldur en úr töfluformi.

Höfundur: Helga Björt Möller

Previous post

B1 vítamín (Thíamín)

Next post

Vítamín og bætiefni sem hægt er að taka til að flýta fyrir gróanda sára eða eftir aðgerðir

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.