MataræðiVítamín

D-vítamín eykur líkurnar á lengra lífi

Að taka inn D-vítamín getur lækkað áhættuna af að deyja af hvaða orsök sem er, samkvæmt nýrri rannsókn sem fram fór á Ítalíu og í Frakklandi.

Rannsóknin var gerð á yfir 57.000 manns og stóð yfir í sex ár. Fólkinu var gefið mismunandi magn af D-vítamíni, allt frá 200 IU (international units) upp í 2.000 IU. Meðalskammtur var 528 IU.

Niðurstöðurnar sýndu að fólk sem tók inn D-vítamín voru 7% ólíklegri að deyja af hvaða orsök sem var, á þessu tímabili, heldur en fólk sem ekki tók inn D-vítamín.

Þar sem D-vítamín getur dregið úr frumuskiptingu og þar af leiðandi fjölgun krabbameinsfrumna, telja rannsakendurnir að niðurstöður þeirra muni geta leitt til uppgötvunar á nýjum lyfjum sem geta nýst í baráttunni við krabbamein og aðra sjúkdóma.

D-vítamín hjálpar einnig líkamanum við upptöku á kalki og er því mikilvægt fyrir heilbrigði beina.

Rannsakendurnir mældu með inntöku á milli 400 og 600 IU af D-vítamíni daglega.

Það er væntanlega enn mikilvægara fyrir fólk hér á Íslandi að taka inn D-vítamín heldur en fyrir þessar þjóðir sem tóku þátt í rannsókninni, þar sem mun minni sólar nýtur við hér á landi, því við vinnum einnig D-vítamín úr sólarljósi.

Sjá einnig: Mikilvægi D-vítamíns

Previous post

Colostrum við hárlosi

Next post

Eiga konur að fara í brjóstamyndatökur?

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *