MataræðiUmhverfiðUmhverfisvernd

Erfðabreytt matvæli

Á Íslandi eru engar reglur um merkingar á vörum með tilliti til erfðabreytinga. Jafnframt hefur umræðan hér verið mjög hófsöm og hljóðlát í samanburði við umræðuna um þessi mál í nágrannalöndum okkar.

Erfðatækni er mjög ónákvæmt ferli og lítt kannað. Menn eru að fikta við náttúruna og vita lítið um mögulegar afleiðingar þessara tilrauna og framkvæmda.

Erfðabreytt matvæli eru neysluvörur sem innihalda hráefni sem hefur verið breytt með erfðatækni. Erfðatækni er oftast notuð til að breyta plöntum sem nota á til ræktunar á matvælum. Sett eru í plöntuna gen úr framandi tegundum sem eiga jafnvel ekkert skylt við plöntuna. Þetta er gert til að reyna að ná ákveðnum eiginleikum fram í plöntunni sem hún hefur ekki búið yfir.

Erfðatæknin býr til á þennan hátt lífverur sem kæmu annars aldrei fram í náttúrunni. Tekin eru gen til dæmis úr bakteríum, vírusum, öðrum lífverum eins og fiskum, spendýrum og jafnvel mönnum og þeim er komið fyrir í plöntunni.

Á meðan að þetta er gert og leyft eru vísindamenn samt ekki enn búnir að átta sig á til fullnustu hvernig gen starfa. Hegðun genanna er nær óþekkt í upprunalegri lífveru og þar af leiðandi hafa vísindamennirnir ekki hugmynd um hvernig genin koma til með að hegða sér í plöntunni sem þeim er splæst í.

Menn sem tala máli erfðatækninnar fullyrða að ekki sé munur á erfðabreyttum matvælum og venjulegum matvælum en það er í raun engin innistaða fyrir þessum fullyrðingum þar sem óvissan og vanþekkingin er svo mikil. Auk þess er ekki hægt að segja að ekki sé munur á þessum matvælum þar sem þær erfðabreyttu innihalda framandi gen sem komust ekki í plöntuna á náttúrulegan hátt.

Það sem íslenskir neytendur geta gert er að leita eftir vörum sem merktar eru GMO-free (Free of Genetically Modified Foods) og þrýsta þarf á stjórnvöld að setja reglur um merkingu þessara vara svo við neytendur getum valið hvort við viljum nota þessar vörur eður ei.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir, greinin birtist fyrst á vefnum í febrúar 2007

Previous post

Nanótækni

Next post

Umhverfisvænar vörur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.