Heilsa

Flugþreyta

Rannsóknarstofnun í Bretlandi birti niðurstöður í læknaritinu The Lancet um áhrif flugþreytu á líðan og heilsu fólks.

Samkvæmt niðurstöðunum venst líkaminn aldrei miklum og algengum breytingum á tímabeltum og fólk sem flýgur oft á milli þriggja eða fleiri tímabelta upplifa nær ófrávíkjanlega, heilsufarsleg vandamál.

Samkvæmt rannsókninni getur flugþreyta orsakað svefntruflanir, pirring og skapsveiflur, meltingartruflanir, andlega vanlíðan, truflun á tíðarhring, lélegra úthald og jafnvel skammtíma geðræn vandamál.

Þetta þýðir að flugáhafnir eru í sérstakri áhættu þegar kemur að heilsufarslegum vandamálum. Rannsóknin sýndi einnig að eldri flugfarþegar væru viðkvæmari gagnvart áhrifum flugþreytu.

Previous post

Flensusprautan

Next post

Fótaóeirð

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *