Heilsa

Fótaóeirð

Fótaóeirð er ástand sem að sýnir sig sem mjög mikil óþægindi í fótunum.  Algengast er að þessi einkenni komi, með ómótstæðilegri þörf fyrir að hreyfa fæturna, þegar verið er að reyna að sofna.  Stundum róar það fæturna að hreyfa þá, en oftast bara í stuttan tíma. 

Margar orsakir hafa verið eyrnamerktar þessu vandamáli, en ekki hefur enn verið sannað hvað það er í raun sem veldur því.  Til dæmis hefur það komið í ljós, að í sumum fjölskyldum virðist þetta algengara en hjá öðrum.  Því má leiða að því líkur, að þetta sé arfgengt.  Einnig hefur verið nefnt að blóðskortur, járnskortur, nýrnasjúkdómar, meðganga, gigt, sykursýki og Parkinson´s geti tengst þessu vandamáli.  Samt sem áður hafa fæstir af þeim sem greinast með fótaóeirð, eitthvað af ofantöldum vandamálum.  Ójafnvægi í járnbúskap blóðsins og dópamínefni heilans gætu verið orsökin, en til að vera viss um að svo sé, þarf að gera mun meiri rannsóknir á fleiri tilfellum.

Tilfinningunni í fótunum er oftast lýst sem óþægindum, en stundum sem kvalarfullum verkjum.  Algengt er að heyra lýsingarorð eins og kitlandi, skríðandi, potandi, pikkandi eða eins og nálardofi upp eftir leggjunum. 

Þetta gerist nánast alltaf þegar að fæturnir eru í hvíld.  Fæturnir fara að hoppa og kastast til með óviljastýrðum hreyfingum, eftir að viðkomandi sofnar.  Þetta veldur því mjög oft að viðkomandi, sem er rétt nýsofnaður og vaknar upp við þetta, á í erfiðleikum með að sofna aftur og vandamálið versnar og við bætist, slæmur svefn.  Því leyðir vandamálið oft til mikillar þreytu og óþæginda hjá viðkomandi yfir daginn og getur haft töluverð áhrif á allt hans líf og líðan.

Hæfilegar og reglulegar æfingar og góðar teygjur gætu dregið úr einkennunum.  Eins ætti að forðast koffíndrykki og reykingar.  Gott mataræði, sem að inniheldur nægjanlegt magn af steinefnum getur líka hjálpað.  Sérstaklega skal gæta þess að magnesium og járnbúskapur líkamans sé nægur.

Previous post

Flugþreyta

Next post

Góð ráð við fótasvepp

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *