Heilsa

Fullorðið fólk líklegra að hljóta beinbrot vegna inntöku þunglyndislyfja

Fréttavefur BBC segir frá rannsókn sem sýnir að fólk sem er eldra en fimmtugt og tekur inn þunglyndislyf eru helmingi líklegra til að hljóta beinbrot.

Í rannsókninni voru sérstaklega skoðuð lyf sem “blokkera” Seratónín viðtaka og eru það lyf eins og Prozac og Seroxat.

Notkun þessara lyfja voru bæði tengd aukinni hættu á að fólk félli við og eins við minnkun í beinþéttni. Líkurnar á falli jukust með stærri lyfjaskömmtum.

Sérfræðingar telja að rannsaka þurfi þetta frekar til að staðfesta þessi tengsl.

Seratónín er boðefni í heila sem á þátt í að stjórna skapsveiflum. Seratónín boðefni og viðtakar hafa þó einnig fundist í beinfrumum og er álitið að það hafi áhrif á myndun beina.

Í ljósi aukinnar áhættu eldra fólks á beinbrotum ætti að fara varlega í að ávísa þessum lyfjum fyrir þennan hóp. Spurning hvort ekki ætti frekar að benda fólki á samtalsmeðferðir frekar en lyfjagjafir.

Previous post

Frjóofnæmi og dáleiðsla

Next post

Fylgikvillar magahjáveituaðgerða

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *