Frekari meðferðir

Frjóofnæmi og dáleiðsla

Nú fer sá tími í hönd sem getur reynst fólki erfiður sem þjáist af frjóofnæmi.

Ég rakst á gamla grein á mbl.is sem segir frá rannsókn vísindamanna frá Sviss sem sýnir að fólk getur dregið úr einkennum frjóofnæmis með sjálfsdáleiðslu.

Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í læknatímaritinu Psychotherapy and Psychosomatics.

Þátttakendur í rannsókninni áttu að nota dáleiðsluna samhliða lyfjanotkun en helmingur rannsóknarhópsins fékk eingöngu lyfin. Eftir eitt ár fann hópurinn sem notaði dáleiðsluna til minni einkenna en hópurinn sem eingöngu notaði lyfin og hafði hann minnkað notkun lyfjanna.

Wolf Langewitz, prófessorinn sem stjórnaði rannsókninni, segir að hann gruni að dáleiðslan virki þannig að hún breyti blóðflæðinu og hjálpi einstaklingnum við að losa um stíflur í nefi sem frjóofnæmið veldur.

Previous post

Fréttatilkynning lyfjafyrirtækis um bóluefni

Next post

Fullorðið fólk líklegra að hljóta beinbrot vegna inntöku þunglyndislyfja

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *