Frekari meðferðirMeðferðir

Ilmkjarnaolía fyrir mjaðmasvæði

Hafdís Lilja Pétursdóttir sendi okkur þessa uppskrift af Ilmkjarnaolíu sem er góð fyrir mjaðmir. Hún setti hana inn á spjallsvæðið um helgina og birti ég hana hér svo hún fari nú ekki fram hjá neinum. Hafdís skrifar:  Ég hef mikinn áhuga á ilmkjarnaolíum og meðferðareiginleikum þeirra. Nota þær mikið sjálf, …

READ MORE →
Frekari meðferðirMeðferðir

Hvítkál

Hvítkál er mjög bólgueyðandi.  Eftir brjóstageislameðferð getur brjóstið orðið þrútið, rautt og heitt og oft myndast sviði og kláði.  Þá er gott að eiga hvítkálsblað og leggja yfir brjóstið.  Dregur úr bólgunni, kælir og slær á kláðann.  Best ef kálblaðið er við stofuhita, þegar það er lagt á.

READ MORE →
Frekari meðferðirMeðferðir

Starfsleyfi í nálastungum

Ég rakst á grein í Morgunblaðinu, 9. október, þar sem Ríkharður Mar Jósafatsson skrifaði um baráttu Nálastungufélags Íslands fyrir að fá löggildingu á starfsgrein sína. Þar stendur m.a. að heilbrigðisráðherra sé hlynntur nálastungum og hafi lýst áhuga á að skoða samstarf á milli íslenskra og kínverskra heilbrigðisyfirvalda. Á sama tíma …

READ MORE →
Frekari meðferðirMeðferðir

Nálastungur geta mögulega unnið gegn parkinsonveiki

Morgunblaðið greindi um daginn frá kóreskri rannsókn þar sem vísbendingar fundust um að nálastungur geta haft jákvæð áhrif á dópamínframleiðslu í heila en Parkinsonveiki er tengd skorti á þessu boðefni. Kóresku rannsakendurnir sprautuðu mýs með efni sem drepur heilafrumunar sem framleiða dópamín og á þann hátt framkölluðu þeir Parkinsonsjúkdóminn í …

READ MORE →
Frekari meðferðir

Frjóofnæmi og dáleiðsla

Nú fer sá tími í hönd sem getur reynst fólki erfiður sem þjáist af frjóofnæmi. Ég rakst á gamla grein á mbl.is sem segir frá rannsókn vísindamanna frá Sviss sem sýnir að fólk getur dregið úr einkennum frjóofnæmis með sjálfsdáleiðslu. Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í læknatímaritinu Psychotherapy and Psychosomatics. Þátttakendur í …

READ MORE →
Frekari meðferðirMeðferðir

Vöðva- og hreyfifræði

Vöðva – og hreyfifræði (Kinesiology) er meðferðarform þar sem vöðvapróf er notað til að greina ójafnvægi á orkuflæði líkamans og er svo leitast við að jafna flæðið með nuddi eða þrýstingi á ákveðin áhrifasvæði á líkamanum. Vöðvaprófið er notað til að athuga styrk einstakra vöðva með tilliti til orkuflæðis og …

READ MORE →
Frekari meðferðirMeðferðir

Svæða- og viðbragðsmeðferð

Svæða- og viðbragðsmeðferð er nuddmeðferð sem beint er að höndum og fótum. Svæðameðferð byggist á þeirri kenningu að í fótum og höndum séu viðbragðssvæði sem tengist og samsvari hverjum líkamshluta og hverju líffæri líkamans. Ef þessir líkamshlutar eða líffæri eru veikluð að einhverju leyti vegna álags, þreytu eða sjúkdóma verða …

READ MORE →
Frekari meðferðirMeðferðir

Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfun er meðferð þar sem unnið er að því að bæta heilsu og líðan fólks. Unnið er með hreyfigetu fólks, almenna líkamlega færni og unnið er að því að draga úr verkjum. Fólk leitar til sjúkraþjálfara þegar hreyfigeta þess hefur skerst vegna sjúkdóma, slysa eða álags. Sjúkraþjálfarinn greinir vandamálið og ákveður …

READ MORE →
Frekari meðferðirMeðferðir

Shiatsu

Shiatsu er svokallað þrýstipunktanudd. Þar er byggt á svipaðri hugmyndafræði og í nálastungum. Unnið er með orkubrautir sem liggja um líkamann og er verið að leitast við að koma orkuflæðinu í jafnvægi. En ólíkt nálastungunum þá er í stað nála notast við þrýsting fingra, handa og jafnvel fóta á orkubrautirnar. Shiatsu er heildræn meðferð og hjálpar …

READ MORE →
Frekari meðferðirMeðferðir

Osteópatía

Osteópatía er heildrænt meðferðarform. Hugmyndafræðin byggist á því að meðhöndla þarf alla manneskjuna, ekki bara sjúkdómseinkennin. Osteópatar greina og meðhöndla líkamleg vandamál sem tengjast til dæmis vöðvum, liðböndum, liðamótum og taugakerfi. Í upphafi meðferðar er notast við próf sem meta hreyfanleika og virkni vöðva og liðamóta, auk þess sem tekið …

READ MORE →