FæðubótarefniMataræði

Kalk og D-vítamín gegn beinþynningu

Kalk er nauðsynlegt fyrir viðhald og uppbyggingu beina.

D vítamín eykur kalkupptöku líkamans og áður var talið að inntaka D vítamíns drægi úr beinþynningu hjá öldruðum. Nýlegar rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að inntaka D vítamíns eingöngu, hefur engin áhrif á beinþynningu.

Inntaka D vítamíns verður að vera samhliða kalkneyslu til að hún auki kalkinntökuna og hafi áhrif á beinin.

Rannsóknir sýna að sé þess neytt samhliða, dregur úr líkum á beinþynningu um 18-25% hjá öldruðum.

Við vinnum best kalk út grænkáli og inniheldur það meira kalk en mjólkurafurðir. Einnig fáum við og vinnum vel kalk úr næpum (turnips). Þar á eftir kemur mjólkin, dökkgrænt blaðgrænmeti, sesamfræ, sólblómafræ, tofu og aðrar sojaafurðir, sardínur, lax og þari.

D-vítamínið fáum við úr þorskalýsi, fiski eins og laxi, síld, lúðu og makríl, eggjarauðu og smjöri. Grænmeti er oftast lágt í D-vítamíni og fáum við það helst úr dökkgrænu blaðgrænmeti og fræspírum.

Previous post

Hrufóttar neglur

Next post

Konur og hjartasjúkdómar

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *