FæðubótarefniMataræði

Hrufóttar neglur

Skoðaðu vandlega neglurnar bæði á fingrum og tám – þær segja mikið um almenna heilsu þína.  Allar breytingar á útliti eða áferð naglanna, geta bent til skorts á vítamínum eða steinefnum. 

Hrufóttar neglur geta t.d. bent til skorts á sinki.  Sink er mjög nauðsynlegt fyrir ýmsa starfsemi líkamans, meðal annars hæfni hans til að græða sár og halda húðinni heilbrigðri. 

Hvítir blettir á nöglunum, eru aftur á móti taldir benda til ónægjanlegs kalkmagns í líkamanum.  En kalkið er nauðsynlegt fyrir heilbrigð bein og tennur.

Bæði sink og kalk tapast með hægðum, þvagi, hári og við endurnýjun húðar.  Við fáum sink úr t.d. kalkúna-, kjúklinga- og krabbakjöti, lambakjöti, hveitikími, ölgeri, eggjum, en lang mest er þó af sinki í ostrum. Einnig er sink í lifur, hnetum, fræjum, sjávarfangi, sojabaunum og grænmeti. Nýrna- og kjúklingabaunum, brúnum hrísgrjónum og heilhveiti, einnig eru graskersfræ auðug af sinki.  Kalk fáum við úr flestum tegundum hrás grænmetis, sérstaklega í dökkgrænu grænmeti, t.d. broccoli, tofu, hnetum, sesamfræjum, sólblómafræjum, höfrum, hirsi, sojabaunum og sojaafurðum, einnig sardínum, laxi, þara og þurrkuðum baunum, ostum og mjólkurvörum.

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Hósti

Next post

Kalk og D-vítamín gegn beinþynningu

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *