Frekari meðferðirMeðferðir

Listmeðferð

Listmeðferð er meðferðarform þar sem unnið er í gegnum sköpun. Sköpunin getur átt sér stað í gegnum vinnu með málun, leirvinnu, klippimyndir eða með öðrum hjálparmeðulum auk tjáningar í gegnum dans, leiklist og tónlist. 

Einstaklingurinn notar myndræna nálgun til að tjá tilfinningar sínar og til að ná sambandi við undirvitundina, sem oft getur reynst erfitt í gegnum talað mál.

Einstaklingurinn þarf ekki að búa yfir neinum sérstökum listrænum hæfileikum heldur er þetta eingöngu tjáningarform sem gefur einstaklingnum tækifæri á að komast í sterkari tengsl við sjálfan sig undir leiðsögn listmeðferðarfræðings.

Þetta meðferðarform er góð leið til sjálfsstyrkingar og til að læra að þekkja sjálfan sig betur.

Previous post

Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð

Next post

Lithimnugreining

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *